Viðskipti innlent

Líflegt í Kauphöllinni

Fréttablaðið/GVA

Líflegt var í Kauphöllinni í dag og námu viðskiptin nálægt fjórum milljörðum króna. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,53 prósent og stendur nú í 4138 stigum.

Glitnir hækkaði um 2,5 prósent eftir að félagið tilkynnti gott uppgjör í morgun. Exista hækkaði um 2,17 prósent og Atalnatic Airways hækkaði um 1,57 prósent.

Marel lækkaði um 1,31 prósent, Teymi um 1,15 prósent og Kaupþing um 0,84 prósent.

Danska OMX20 vísitalan lækkaði um 1,52 prósent í dag, finnska OMXH25 lækkaði um 1,79 prósent, norska OBX um 3,15 prósent og sænska OMXS30 um 1,47 prósent.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×