Benjamin fær frábæra dóma 27. nóvember 2008 06:30 Nýjasta mynd Davids Fincher og Brads Pitt verður frumsýnd vestanhafs um jólin. Nýjasta mynd Davids Fincher, The Curious Case of Benjamin Button, fær frábæra dóma á bandarísku kvikmyndasíðunum Variety.com og Hollywoodreporter.com. Myndin, sem skartar Brad Pitt í aðalhlutverki, verður frumsýnd um jólin vestanhafs en kemur hingað til lands í janúarlok. Hún er byggð á smásögu F. Scott Fitzgerald frá árinu 1921 og fjallar um mann sem fæðist gamall en yngist eftir því sem árin líða. „The Curious Case of Benjamin Button er virkilega gefandi upplifun sem er sögð af meiri dýpt en Hollywood er þekkt fyrir," segir í dómi Variety. „Þessi skrítna, sögulega frásögn af manni sem eldist aftur á bak er sögð á fullkominn og sígildan hátt þar sem nostrað er við hvert smáatriði. Myndin er bæði nógu aðgengileg og sérstæð til að ná almennum vinsældum, ef heppnin og tíðarandinn eru með í för." Gagnrýnandi Hollywood Reporter er einnig afar hrifinn og líkir myndinni við Forrest Gump rétt eins og gagnrýnandi Variety. Kemur það ekki á óvart enda er sami handritshöfundurinn á bak við þær báðar, Eric Roth. „Frábærlega vel gerð og vel leikin af Brad Pitt, sem sýnir þarna sína bestu frammistöðu til þessa," sagði í dómi Variety. Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Nýjasta mynd Davids Fincher, The Curious Case of Benjamin Button, fær frábæra dóma á bandarísku kvikmyndasíðunum Variety.com og Hollywoodreporter.com. Myndin, sem skartar Brad Pitt í aðalhlutverki, verður frumsýnd um jólin vestanhafs en kemur hingað til lands í janúarlok. Hún er byggð á smásögu F. Scott Fitzgerald frá árinu 1921 og fjallar um mann sem fæðist gamall en yngist eftir því sem árin líða. „The Curious Case of Benjamin Button er virkilega gefandi upplifun sem er sögð af meiri dýpt en Hollywood er þekkt fyrir," segir í dómi Variety. „Þessi skrítna, sögulega frásögn af manni sem eldist aftur á bak er sögð á fullkominn og sígildan hátt þar sem nostrað er við hvert smáatriði. Myndin er bæði nógu aðgengileg og sérstæð til að ná almennum vinsældum, ef heppnin og tíðarandinn eru með í för." Gagnrýnandi Hollywood Reporter er einnig afar hrifinn og líkir myndinni við Forrest Gump rétt eins og gagnrýnandi Variety. Kemur það ekki á óvart enda er sami handritshöfundurinn á bak við þær báðar, Eric Roth. „Frábærlega vel gerð og vel leikin af Brad Pitt, sem sýnir þarna sína bestu frammistöðu til þessa," sagði í dómi Variety.
Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein