„Eigi skal gráta …“ Þráinn Bertelsson skrifar 3. nóvember 2008 06:00 Árið 1467 tóku Englendingar upp á því að drepa Björn Þorleifsson hirðstjóra og brytja niður lík hans í smábita svo að það er ekki eins og við Íslendingar höfum ekki áður fengið að smakka á enskri ofbeldishneigð. Þá mælti ekkja hans, kvenskörungurinn Ólöf ríka Loftsdóttir á Skarði: „Eigi skal gráta Björn bónda heldur safna liði." Síðan galdraði þessi kjarnakona fárviðri yfir Englendingana og fórust þá þrjátíu enskar duggur. Auk þess kærði Ólöf ofbeldið til Danakonungs sem þegar í stað hóf stríð við Englendinga og stóð sú styrjöld í fimm ár. Ekki fannst Ólöfu þó nóg að gert heldur fór hún vestur á fjörðu og tók þar enskar skipshafnir til fanga og flutti heim með sér. Svo er sagt að eitt sumarið hafi verið fimmtíu Englendingar hjá henni í haldi og Ólöfu hundleiddist að horfa upp á mennina iðjulausa eins og alþingismenn og lét þá byggja stéttina stóru sem enn sést á Skarði og kölluð er Englendingastétt. Nú eru aðrir tímar og þeir erfiðleikar sem við stöndum frammi fyrir eru að stórum hluta sjálfskaparvíti. Áður en við mögnum seið á hendur Gordon Brown og hans lagsbræðrum (megi þeir aldrei þrífast) ættum við að gera upp sakirnar hérna heima fyrir. Manni verður hugsað til Ólafar ríku ef maður lítur við á vefsíðunni photo.blog.is. Höfundur þeirrar síðu heitir Kjartan Pétur Sigurðsson og kveðst vera „leiðsögumaður og fræðingur með fjölbreytileg áhugamál". Í stað þess að láta hugfallast hefur Kjartan Pétur breytt vefsíðu sinni í verðmætan hugmyndabanka og kveðst hæversklega hafa „verið að taka saman nokkra punkta um hvernig má bæta íslenskt samfélag". Nú er lag að safna liði og efla Hugmyndabanka þjóðarinnar með Kjartan Pétur sem bankastjóra og mynda sjóð sem sér okkur farborða í framtíðinni ólíkt þeim bönkum sem kafna í eigin græðgi og eru engum góðum manni harmdauði. Nú þarf að safna liði og hefja tiltekt. Upplagt að byrja þar sem sóðaskapurinn hefur verið mestur og hreinsa burt bruðl og spillingu. Með því að safna liði má snúa niðurlægingu og ósigri í sigurgöngu. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun
Árið 1467 tóku Englendingar upp á því að drepa Björn Þorleifsson hirðstjóra og brytja niður lík hans í smábita svo að það er ekki eins og við Íslendingar höfum ekki áður fengið að smakka á enskri ofbeldishneigð. Þá mælti ekkja hans, kvenskörungurinn Ólöf ríka Loftsdóttir á Skarði: „Eigi skal gráta Björn bónda heldur safna liði." Síðan galdraði þessi kjarnakona fárviðri yfir Englendingana og fórust þá þrjátíu enskar duggur. Auk þess kærði Ólöf ofbeldið til Danakonungs sem þegar í stað hóf stríð við Englendinga og stóð sú styrjöld í fimm ár. Ekki fannst Ólöfu þó nóg að gert heldur fór hún vestur á fjörðu og tók þar enskar skipshafnir til fanga og flutti heim með sér. Svo er sagt að eitt sumarið hafi verið fimmtíu Englendingar hjá henni í haldi og Ólöfu hundleiddist að horfa upp á mennina iðjulausa eins og alþingismenn og lét þá byggja stéttina stóru sem enn sést á Skarði og kölluð er Englendingastétt. Nú eru aðrir tímar og þeir erfiðleikar sem við stöndum frammi fyrir eru að stórum hluta sjálfskaparvíti. Áður en við mögnum seið á hendur Gordon Brown og hans lagsbræðrum (megi þeir aldrei þrífast) ættum við að gera upp sakirnar hérna heima fyrir. Manni verður hugsað til Ólafar ríku ef maður lítur við á vefsíðunni photo.blog.is. Höfundur þeirrar síðu heitir Kjartan Pétur Sigurðsson og kveðst vera „leiðsögumaður og fræðingur með fjölbreytileg áhugamál". Í stað þess að láta hugfallast hefur Kjartan Pétur breytt vefsíðu sinni í verðmætan hugmyndabanka og kveðst hæversklega hafa „verið að taka saman nokkra punkta um hvernig má bæta íslenskt samfélag". Nú er lag að safna liði og efla Hugmyndabanka þjóðarinnar með Kjartan Pétur sem bankastjóra og mynda sjóð sem sér okkur farborða í framtíðinni ólíkt þeim bönkum sem kafna í eigin græðgi og eru engum góðum manni harmdauði. Nú þarf að safna liði og hefja tiltekt. Upplagt að byrja þar sem sóðaskapurinn hefur verið mestur og hreinsa burt bruðl og spillingu. Með því að safna liði má snúa niðurlægingu og ósigri í sigurgöngu. Oft var þörf en nú er nauðsyn.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun