Tveir leikir fara fram í N1-deild karla í kvöld þegar Fram tekur á móti Víkingi í Safamýrinni og HK-ingar sækja nýliða FH heim.
Fram og FH unnu bæði góða útisigra í fyrstu umferð á sama tíma og HK og Víkingur töpuðu heima.
Þetta verður fyrsti heimaleikur Viggós Sigurðssonar með Fram-liðið og það er við hæfi að uppeldisliðið hans, Víkingur, komi í heimsókn á þeim tímamótum.
Hið unga FH-lið er til alls líklegt í vetur sem þeir sýndu með fimm marka sigri á Akureyri í fyrsta leik og það verður gaman að sjá hvað þeir gera í fyrsta heimaleik sínum í efstu deild í rúm tvö ár.