Pálmi: Þetta toppaði allt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. október 2008 11:54 Pálmi Rafn er aðalmaðurinn hjá Stabæk í dag. Mynd/Heimasíða Stabæk Pálmi Rafn Pálmason er hetja verðandi Noregsmeistara Stabæk eftir að hann skoraði sigurmark liðsins í uppbótartíma gegn Brann í gær. Þetta var hans fyrsta mark fyrir Stabæk en þangað kom hann fyrr í sumar frá Val. Hann kom inn á sem varamaður í leiknum í gær og skoraði markið mikilvæga skömmu síðar. Stabæk er nú með sex stiga forystu á Fredrikstad þegar tvær umferðir eru eftir og er þar að auki með mun hagstæðara markahlutfall. Mark Pálma vakti vitanlega gríðarlega athygli og er hann hetja liðsins í dag. „Ég er visslega búinn að fá óþarflega mikla athygli," sagði Pálmi Rafn í samtali við Vísi. „En það er auðvitað liðið sjálft sem er búið að vinna að þessu alla leiktíðina enda búið að spila ótrúlega vel. Ég var bara heppinn að skora þetta mark en það hefðu allir skorað úr þessu færi. Ég hef nú ekki verið neitt númer hér úti en þessi umfjöllun ætti bara að auka sjálfstraustið hjá mér og er þetta því gott fyrir mig." Síðan að Pálmi kom til Stabæk hefur hann fá tækifæri fengið í byrjunarliðinu en segir það eðlilegt. „Liðið hefur ekki tapað mörgum leikjum í sumar og því ekki verið að breyta liðinu mikið. Ég hef þó reynt að nýta mín tækifæri en markið í gær toppaði auuðvitað allt. Ég hefði ekki getað leyft mér að dreyma um þetta." „Ég hef líka þurft að venjast boltanum hér úti enda hraðari en heima. Ég hef líka þurft að læra á meðspilarana og átti ég aldrei von á því að detta strax í byrjunarliðið. Ég var frekar að hugsa um næsta tímabil. Ef það myndi ekkert ganga hjá mér þá yrði ég fyrst ósáttur." Hann veit þó að það er ekki auðvelt að þurfa að verja titil. „Nú verðum við liðið sem allir vilja vinna. En það þýðir ekkert að fara með eitthvað vonleysi í næsta tímabil. Árangurinn nú gerir það bara meira krefjandi. Svona er þetta bara." Pálmi hefur einnig verið fastamaður í íslenska landsliðshópnum og komið inn á sem varamaður í nokkrum leikjum. „Ég er vitanlega aldrei sáttur við að sitja á bekknum. Það á alveg einstaklega illa við mig. En ég er samt þokkalega ánægður með mína stöðu í boltanum. Enda get ég ekki kvartað eftir gærdaginn." Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Veigar: Með tárin í augunum eftir að Pálmi skoraði Veigar Páll Gunnarsson sagði að það hefði verið nánast ólýsanleg tilfinning að sjá Pálma Rafn Pálmason skora sigurmark Stabæk gegn Brann í norsku úrvalsdeildinni í gær. 20. október 2008 11:23 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ronaldo trúlofaður Fótbolti Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Sjá meira
Pálmi Rafn Pálmason er hetja verðandi Noregsmeistara Stabæk eftir að hann skoraði sigurmark liðsins í uppbótartíma gegn Brann í gær. Þetta var hans fyrsta mark fyrir Stabæk en þangað kom hann fyrr í sumar frá Val. Hann kom inn á sem varamaður í leiknum í gær og skoraði markið mikilvæga skömmu síðar. Stabæk er nú með sex stiga forystu á Fredrikstad þegar tvær umferðir eru eftir og er þar að auki með mun hagstæðara markahlutfall. Mark Pálma vakti vitanlega gríðarlega athygli og er hann hetja liðsins í dag. „Ég er visslega búinn að fá óþarflega mikla athygli," sagði Pálmi Rafn í samtali við Vísi. „En það er auðvitað liðið sjálft sem er búið að vinna að þessu alla leiktíðina enda búið að spila ótrúlega vel. Ég var bara heppinn að skora þetta mark en það hefðu allir skorað úr þessu færi. Ég hef nú ekki verið neitt númer hér úti en þessi umfjöllun ætti bara að auka sjálfstraustið hjá mér og er þetta því gott fyrir mig." Síðan að Pálmi kom til Stabæk hefur hann fá tækifæri fengið í byrjunarliðinu en segir það eðlilegt. „Liðið hefur ekki tapað mörgum leikjum í sumar og því ekki verið að breyta liðinu mikið. Ég hef þó reynt að nýta mín tækifæri en markið í gær toppaði auuðvitað allt. Ég hefði ekki getað leyft mér að dreyma um þetta." „Ég hef líka þurft að venjast boltanum hér úti enda hraðari en heima. Ég hef líka þurft að læra á meðspilarana og átti ég aldrei von á því að detta strax í byrjunarliðið. Ég var frekar að hugsa um næsta tímabil. Ef það myndi ekkert ganga hjá mér þá yrði ég fyrst ósáttur." Hann veit þó að það er ekki auðvelt að þurfa að verja titil. „Nú verðum við liðið sem allir vilja vinna. En það þýðir ekkert að fara með eitthvað vonleysi í næsta tímabil. Árangurinn nú gerir það bara meira krefjandi. Svona er þetta bara." Pálmi hefur einnig verið fastamaður í íslenska landsliðshópnum og komið inn á sem varamaður í nokkrum leikjum. „Ég er vitanlega aldrei sáttur við að sitja á bekknum. Það á alveg einstaklega illa við mig. En ég er samt þokkalega ánægður með mína stöðu í boltanum. Enda get ég ekki kvartað eftir gærdaginn."
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Veigar: Með tárin í augunum eftir að Pálmi skoraði Veigar Páll Gunnarsson sagði að það hefði verið nánast ólýsanleg tilfinning að sjá Pálma Rafn Pálmason skora sigurmark Stabæk gegn Brann í norsku úrvalsdeildinni í gær. 20. október 2008 11:23 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ronaldo trúlofaður Fótbolti Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Sjá meira
Veigar: Með tárin í augunum eftir að Pálmi skoraði Veigar Páll Gunnarsson sagði að það hefði verið nánast ólýsanleg tilfinning að sjá Pálma Rafn Pálmason skora sigurmark Stabæk gegn Brann í norsku úrvalsdeildinni í gær. 20. október 2008 11:23