Viðskipti erlent

Útsölurnar hefjast í Bretlandi í dag

Búðargluggi í Selfridges sem verður væntanlega tæmdur á útsölunum  í dag.
Búðargluggi í Selfridges sem verður væntanlega tæmdur á útsölunum í dag. MYND/Karl

Jólaútsölur í Bretlandi hefjast í dag. Neytendur tóku þó forskot á sæluna því útsölur hófust á aðfangadagskvöld á netinu.

Talið er að þá hafi 5 milljón manns verslað fyrir 104 milljónir punda, að því er fram kemur á Daily Telegraph í dag. Útsölurnar munu hefjast í dag og á morgun og eru dæmi um að verslanir bjóði allt að 90% afslátt.

Ernst & Young, spá því að meðalafsláttur verði 56,7%, eða rúmum 4 % meiri en í fyrra. Líklegt sé því að neytendur hafi ekki séð jafn lágt vöruverð í langan tíma.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×