Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Árni Sæberg skrifar 8. nóvember 2024 12:41 Skúli Mogensen árið 2019, rétt áður en Wow air fór á hausinn. Vísir/Vilhelm Skúli Mogensen, stofnandi Wow air, og þrír stjórnarmenn flugfélagsins sáluga hafa verið sýknaðir af öllum kröfum þrotabús Wow air á hendur þeim í ellefu dómsmálum. Þrotabúið fékk þó fjölda ráðstafana félagsins í aðdraganda þrotsins rift. Fjölskipaður dómur kvað upp niðurstöður sínar í ellefu dómsmálum á hendur fjölda kröfuhafa Wow air, Skúla, Liv Bergþórsdóttur, stjórnarformanni Wow air, og stjórnarmönnunum Helgu Hlín Hákonardóttur og Davíð Mássyni. Þrjú síðastnefndu voru sakaukastefndu og fimm vátryggingafélögum var stefnt til réttargæslu. Kröfuhöfum Wow air var stefnt til riftunar greiðslna sem þeim bárust skömmu fyrir gjaldþrot Wow air árið 2019 og Skúla og félögum til óskiptrar greiðslu skaðabóta vegna þess tjóns sem þeir voru sagðir hafa bakað þrotabúinu. Ekki hægt að rétta yfir breska ríkinu og ein flugvélaleiga sýknuð Meðal stefndu voru Títan ehf., fjárfestingafélag Skúla, skattyfirvöld í Bretlandi, flugvélaleigur, og íslenska ríkið. Máli á hendur breska ríkinu var vísað frá dómi, enda mælir meginregla þjóðaréttar um úrlendisrétt ríkja fyrir um að eitt ríki sæti ekki dómslögsögu annars ríkis án samþykkis þess. Ein flugvélaleiga, CIT aerospace international, var sýknuð á grundvelli þess að þrotabúinu hafi ekki tekist að sanna að Wow air hafi verið ógjaldfært þegar félagið innti af hendi greiðslu upp á rúma milljón bandaríkjadala, um 137 milljóna króna, þann 1. október árið 2018. Ekki sýnt fram á skaðabótaábyrgð Í einu málinu var fallið frá riftunarkröfu á hendur þýska ráðgjafarfyrirtækinu TMF og Skúli og félagar aðeins krafðir um skaðabætur. Líkt og í hinum málunum var ekki talið að stjórnendur Wow air hefðu bakað sér skaðabótaskyldu með saknæmri háttsemi í aðdraganda gjaldþrotsins. Í dómunum segir að bótaábyrgð yrði aðeins felld á stjórnendur yrði komist að þeirri niðurstöðu að þeira hefðu valdið tjóni af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi. Dómurinn hafi talið að með vísan til aðstæðna og málsatvika í aðdraganda gjaldþrotsins að við sakarmat beri að veita stjórninni nokkurt svigrúm í tilraunum sínum til að bjarga rekstri félagsins. Taki þannig mælikvarði við mat á því hvort háttsemi stjórnar sé saknæm, mið af slíku svigrúmi. Ekki yrði litið framhjá sérstakri stöðu Wow air hf. en rekstur félagsins hafi verið metinn þjóðhagslega mikilvægur samkvæmt gögnum málsins. „Telur dómurinn ekki hafa verið sýnt fram á að sá tími sem stjórn hafði svigrúm til að snúa rekstri félagsins við teldist hafa runnið sitt skeið á enda áður en umræddar greiðslur voru inntar af hendi og óskað gjaldþrotaskipta þannig að skaðabótaábyrgð varði.“ Ríkið skuldar 270 milljónir með dráttarvöxtum Í átta málanna taldi dómurinn að umræddar ráðstafanir Wow air hafi verið ólögmætar og þeim bæri að rifta. Þeim sem fengu að þola riftun var sömuleiðis gert að endurgreiða þrotabúinu greiðslurnar. Heildarendurgreiðslur sem renna í þrotabúið nema um það bil 770 milljónum króna, með vöxtum frá árinu 2019 og dráttarvöxtum frá febrúar 2020. Með dráttarvöxtum er ekki óvarlega áætlað að krafan nemi rúmlega 1,3 milljörðum króna. Þar af ber íslenska ríkinu að greiða þrotabúinu rúmlega 270 milljónir króna auk vaxta og dráttarvaxta. Gjaldþrot WOW Air Dómsmál Fréttir af flugi Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Það var einfaldlega verið að meiða og niðurlægja“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Sjá meira
Fjölskipaður dómur kvað upp niðurstöður sínar í ellefu dómsmálum á hendur fjölda kröfuhafa Wow air, Skúla, Liv Bergþórsdóttur, stjórnarformanni Wow air, og stjórnarmönnunum Helgu Hlín Hákonardóttur og Davíð Mássyni. Þrjú síðastnefndu voru sakaukastefndu og fimm vátryggingafélögum var stefnt til réttargæslu. Kröfuhöfum Wow air var stefnt til riftunar greiðslna sem þeim bárust skömmu fyrir gjaldþrot Wow air árið 2019 og Skúla og félögum til óskiptrar greiðslu skaðabóta vegna þess tjóns sem þeir voru sagðir hafa bakað þrotabúinu. Ekki hægt að rétta yfir breska ríkinu og ein flugvélaleiga sýknuð Meðal stefndu voru Títan ehf., fjárfestingafélag Skúla, skattyfirvöld í Bretlandi, flugvélaleigur, og íslenska ríkið. Máli á hendur breska ríkinu var vísað frá dómi, enda mælir meginregla þjóðaréttar um úrlendisrétt ríkja fyrir um að eitt ríki sæti ekki dómslögsögu annars ríkis án samþykkis þess. Ein flugvélaleiga, CIT aerospace international, var sýknuð á grundvelli þess að þrotabúinu hafi ekki tekist að sanna að Wow air hafi verið ógjaldfært þegar félagið innti af hendi greiðslu upp á rúma milljón bandaríkjadala, um 137 milljóna króna, þann 1. október árið 2018. Ekki sýnt fram á skaðabótaábyrgð Í einu málinu var fallið frá riftunarkröfu á hendur þýska ráðgjafarfyrirtækinu TMF og Skúli og félagar aðeins krafðir um skaðabætur. Líkt og í hinum málunum var ekki talið að stjórnendur Wow air hefðu bakað sér skaðabótaskyldu með saknæmri háttsemi í aðdraganda gjaldþrotsins. Í dómunum segir að bótaábyrgð yrði aðeins felld á stjórnendur yrði komist að þeirri niðurstöðu að þeira hefðu valdið tjóni af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi. Dómurinn hafi talið að með vísan til aðstæðna og málsatvika í aðdraganda gjaldþrotsins að við sakarmat beri að veita stjórninni nokkurt svigrúm í tilraunum sínum til að bjarga rekstri félagsins. Taki þannig mælikvarði við mat á því hvort háttsemi stjórnar sé saknæm, mið af slíku svigrúmi. Ekki yrði litið framhjá sérstakri stöðu Wow air hf. en rekstur félagsins hafi verið metinn þjóðhagslega mikilvægur samkvæmt gögnum málsins. „Telur dómurinn ekki hafa verið sýnt fram á að sá tími sem stjórn hafði svigrúm til að snúa rekstri félagsins við teldist hafa runnið sitt skeið á enda áður en umræddar greiðslur voru inntar af hendi og óskað gjaldþrotaskipta þannig að skaðabótaábyrgð varði.“ Ríkið skuldar 270 milljónir með dráttarvöxtum Í átta málanna taldi dómurinn að umræddar ráðstafanir Wow air hafi verið ólögmætar og þeim bæri að rifta. Þeim sem fengu að þola riftun var sömuleiðis gert að endurgreiða þrotabúinu greiðslurnar. Heildarendurgreiðslur sem renna í þrotabúið nema um það bil 770 milljónum króna, með vöxtum frá árinu 2019 og dráttarvöxtum frá febrúar 2020. Með dráttarvöxtum er ekki óvarlega áætlað að krafan nemi rúmlega 1,3 milljörðum króna. Þar af ber íslenska ríkinu að greiða þrotabúinu rúmlega 270 milljónir króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Gjaldþrot WOW Air Dómsmál Fréttir af flugi Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Það var einfaldlega verið að meiða og niðurlægja“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent