Viðskipti innlent

Glitnir niður um rúm 13 prósent í dag

Lárus Welding, forstjóri Glitnis.
Lárus Welding, forstjóri Glitnis. Mynd/Vilhelm
Gengi hlutabréfa í Glitni, Existu og Spron féll um rúm þrettán prósent í Kauphöllinni í dag. Bakkavör fór niður um 10,5 prósent, Straumur um 8,3, Atorka um 6,14 prósent, Landsbankinn um 4,75 prósent og Marel um 4,06 prósent. Gengi bréfa í Kaupþingi, Icelandair, Century Aluminum, Össuri, Færeyjabanka og Alfesca lækkaði minna. Einungis gengi tveggja félaga hækkaði í dag. Það voru Eik banki, sem hækkaði um 6,14 prósent og Eimskips, sem fór upp um 3,08 prósent. Úrvalsvísitalan féll um 5,86 prósent og endaði vísitalan í 3.134 stigum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×