Ísland tapaði fyrir Frakklandi Elvar Geir Magnússon skrifar 26. júlí 2008 17:15 Íslenska landsliðið lék í dag annan leik sinn á æfingamóti í Frakklandi. Leikið var gegn heimamönnum sem unnu 31-28 sigur. Snorri Steinn Guðjónsson var markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk. Í gær tapaði liðið fyrir Spánverjum en í hádeginu á morgun leikur það gegn Egyptalandi. Þessir leikir eru hluti af lokaundirbúningi liðsins fyrir Ólympíuleikana. Staðan í hálfleik í kvöld var 16-16 en Frakkar voru sterkari í seinni hálfleik. Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á Vísi og má lesa lýsinguna hér að neðan. Frakkland - Ísland 31-28 Markaskorarar Íslands: Snorri Steinn Guðjónsson 8 (5 víti), Ólafur Stefánsson 5, Logi Geirsson 4, Alexander Petersson 3, Sigfús Sigurðsson 3, Róbert Gunnarsson 2, Guðjón Valur Sigurðsson 1, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1. _______________________ 19:07 Leik lokið - Frakkar hrósa þriggja marka sigri. 19:05 Frakkar tóku leikhlé og skoruðu strax eftir það. 31-28. 19:00 Tvær mínútur til leiksloka og Frakkar hafa tveggja marka forystu 30-28. 18:57 Snorri Steinn öryggið uppmálað á vítalínunni. Hann er kominn með átta mörk í leiknum, þar af fimm úr vítum. Hann var að minnka muninn í eitt mark, 29-28. Það eru sviptingar í leiknum, það vantar ekki. 18:54 Jæja strákarnir eru vaknaðir aftur og hafa náð að skora þrjú mörk í röð. Munurinn orðinn tvö mörk, Frökkum í vil. 18:52 Loksins náði íslenska liðið að skora. Það var Logi Geirsson sem gerði fjórða markið sitt og minnkaði muninn í fjögur mörk 29-25. 18:49 Heimamenn komnir með tökin á leiknum og hafa náð fimm marka forystu 29-24. Leikur íslenska liðsins hefur hrunið. 18:45 Frakkar náðu tveggja marka forystu 26-24. Alexander skaut framhjá og Frakkar aftur í sóknina. Dæmt var brot á Róbert Gunnarsson og fékk hann að líta rauða spjaldið frá dómaranum. 18:41 Liðin skiptast á að skora og það stefnir allt í að það verði spenna allt til loka. 17 mínútur búnar af seinni hálfleik og staðan er 25-24 fyrir Frakka. 18:38 Alexander jafnaði í 22-22. Frakkar fóru illa að ráði sínu í sókninni og Ísland vann boltann aftur. Ólafur Stefánsson kom Íslandi yfir en aftur svöruðu Frakkar. Það er jafnt á öllum tölum. 18:34 Ísland komst yfir 21-20 en Frakkar náðu að jafna. 18:30 Íslenska liðið hefur náð að jafna í 20-20. Snorri Steinn er kominn með sex mörk í leiknum og Ólafur er kominn með þrjú. 18:27 Logi Geirsson er orðinn næstmarkahæstur í íslenska liðinu. Hefur skorað þrjú mörk. Frakkar eru enn skrefinu á undan og leiða 19-18. 18:23 Seinni hálfleikur er farinn af stað og þrjú mörk komin í honum. Ólafur með sitt annað mark en hin tvö frá heimamönnum, 18-17. Markaskorarar Íslands í fyrri hálfleik: Snorri Steinn Guðjónsson 5 (3 víti), Alexander Petersson 2, Logi Geirsson 2, Ólafur Stefánsson 1, Sigfús Sigurðsson 2, Guðjón Valur Sigurðsson 1, Róbert Gunnarsson 1, Ásgeir Örn Hallgrímsson. 18:10 Hálfleikur: Frakkland - Ísland 16-16 - Það er kominn hálfleikur í leiknum. Ólafur Stefánsson jafnaði í 15-15 en strax á eftir endurheimtu heimamenn forystuna. Íslenska liðið tók svo leikhlé þegar hálf mínúta var eftir og Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði sitt fyrsta mark og jafnaði. Staðan 16-16. 18:05 Snorri var markahæstur í íslenska liðinu í gær og stefnir í það sama í kvöld. Hann hefur skorað fimm mörk, þar af þrjú úr vítum. Frakkar voru að komast yfir 15-14. Stutt í hálfleik. 18:02 Hreiðar Guðmundsson hefur verið í markinu síðustu mínútur og náð að verja þrjú skot á skömmum tíma. Brotið var á Guðjóni Val og dæmt vítakast. Snorri Steinn skoraði úr vítinu og jafnaði í 13-13. Fjórar mínútur til hálfleiks. 17:58 Frakkar með tvö mörk í röð og Ólafur Stefánsson misnotaði síðan vítakast eftir að brotið hafði verið á Snorra. Logi Geirsson tók síðan sitt fyrsta skot og skoraði sitt fyrsta mark. 12-11 fyrir Frakka. 17:54 Frakkar komust tveimur mörkum yfir áður en Snorri Steinn minnkaði muninn með þriðja marki sínu. Sigfús Sigurðsson jafnaði síðan í 10-10. Tæpar 18 mínútur liðnar af leiknum. 17:50 Guðjón Valur Sigurðsson náði að koma sér á blað og jafna í 8-8. Frakkar endurheimtu síðan forystuna. Það er vel mætt á leikinn í dag og ekki autt sæti sjáanlegt í höllinni. 17:47 Frakkar hafa skorað þrjú mörk í röð og eru komnir yfir 8-7. Fyrsta sinn sem Frakkar eru yfir í leiknum. 13 mínútur rúmar liðnar af leiknum. 17:45 Snorri Steinn skoraði sitt annað mark í leiknum eftir hraða sókn. Frakkar svöruðu strax á eftir. 6-7 er staðan. 17:43 Íslenska liðið hefur verið manni færri síðustu mínútur og Frakkarnir náð að nýta sér það. Hafa minnkað muninn í aðeins eitt mark. 17:40 Franska liðið minnkaði muninn en Ísland fékk svo vítakast. Snorri Steinn Guðjónsson fór á vítalínuna og skoraði fyrsta mark sitt. Þess má geta að dómararnir í dag eru franskir eins og allir aðrir dómarar sem dæma á mótinu. 17:37 Góð byrjun hjá íslenska liðinu sem náði þriggja marka forskoti 5-2. Björgvin Páll Gustavsson byrjar í markinu og var að verja glæsilega. 17:35 Íslenska liðið að vinna 4-2. Mikið skorað í byrjun. Alexander Petersson byrjar vel og er kominn með tvö mörk. 17:32 Róbert Gunnarsson braut ísinn og skoraði fyrsta mark leiksins en Frakkar jöfnuðu í næstu sókn. Þá kom Sigfús Sigurðsson og svaraði strax. 2-1 fyrir Ísland. 17:30 Leikurinn er farinn af stað en hann er hluti af lokaundirbúningi þessara liða fyrir Ólympíuleikana sem fram fara í Peking í ágúst. Við bendum á að haldið verður utan um markaskorara Íslands hér neðst á síðunni. _______________________Markaskorarar Íslands: Snorri Steinn Guðjónsson 8 (5 víti), Ólafur Stefánsson 5, Logi Geirsson 4, Alexander Petersson 3, Sigfús Sigurðsson 3, Róbert Gunnarsson 2, Guðjón Valur Sigurðsson 1, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1. Íslenski handboltinn Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Sjá meira
Íslenska landsliðið lék í dag annan leik sinn á æfingamóti í Frakklandi. Leikið var gegn heimamönnum sem unnu 31-28 sigur. Snorri Steinn Guðjónsson var markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk. Í gær tapaði liðið fyrir Spánverjum en í hádeginu á morgun leikur það gegn Egyptalandi. Þessir leikir eru hluti af lokaundirbúningi liðsins fyrir Ólympíuleikana. Staðan í hálfleik í kvöld var 16-16 en Frakkar voru sterkari í seinni hálfleik. Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á Vísi og má lesa lýsinguna hér að neðan. Frakkland - Ísland 31-28 Markaskorarar Íslands: Snorri Steinn Guðjónsson 8 (5 víti), Ólafur Stefánsson 5, Logi Geirsson 4, Alexander Petersson 3, Sigfús Sigurðsson 3, Róbert Gunnarsson 2, Guðjón Valur Sigurðsson 1, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1. _______________________ 19:07 Leik lokið - Frakkar hrósa þriggja marka sigri. 19:05 Frakkar tóku leikhlé og skoruðu strax eftir það. 31-28. 19:00 Tvær mínútur til leiksloka og Frakkar hafa tveggja marka forystu 30-28. 18:57 Snorri Steinn öryggið uppmálað á vítalínunni. Hann er kominn með átta mörk í leiknum, þar af fimm úr vítum. Hann var að minnka muninn í eitt mark, 29-28. Það eru sviptingar í leiknum, það vantar ekki. 18:54 Jæja strákarnir eru vaknaðir aftur og hafa náð að skora þrjú mörk í röð. Munurinn orðinn tvö mörk, Frökkum í vil. 18:52 Loksins náði íslenska liðið að skora. Það var Logi Geirsson sem gerði fjórða markið sitt og minnkaði muninn í fjögur mörk 29-25. 18:49 Heimamenn komnir með tökin á leiknum og hafa náð fimm marka forystu 29-24. Leikur íslenska liðsins hefur hrunið. 18:45 Frakkar náðu tveggja marka forystu 26-24. Alexander skaut framhjá og Frakkar aftur í sóknina. Dæmt var brot á Róbert Gunnarsson og fékk hann að líta rauða spjaldið frá dómaranum. 18:41 Liðin skiptast á að skora og það stefnir allt í að það verði spenna allt til loka. 17 mínútur búnar af seinni hálfleik og staðan er 25-24 fyrir Frakka. 18:38 Alexander jafnaði í 22-22. Frakkar fóru illa að ráði sínu í sókninni og Ísland vann boltann aftur. Ólafur Stefánsson kom Íslandi yfir en aftur svöruðu Frakkar. Það er jafnt á öllum tölum. 18:34 Ísland komst yfir 21-20 en Frakkar náðu að jafna. 18:30 Íslenska liðið hefur náð að jafna í 20-20. Snorri Steinn er kominn með sex mörk í leiknum og Ólafur er kominn með þrjú. 18:27 Logi Geirsson er orðinn næstmarkahæstur í íslenska liðinu. Hefur skorað þrjú mörk. Frakkar eru enn skrefinu á undan og leiða 19-18. 18:23 Seinni hálfleikur er farinn af stað og þrjú mörk komin í honum. Ólafur með sitt annað mark en hin tvö frá heimamönnum, 18-17. Markaskorarar Íslands í fyrri hálfleik: Snorri Steinn Guðjónsson 5 (3 víti), Alexander Petersson 2, Logi Geirsson 2, Ólafur Stefánsson 1, Sigfús Sigurðsson 2, Guðjón Valur Sigurðsson 1, Róbert Gunnarsson 1, Ásgeir Örn Hallgrímsson. 18:10 Hálfleikur: Frakkland - Ísland 16-16 - Það er kominn hálfleikur í leiknum. Ólafur Stefánsson jafnaði í 15-15 en strax á eftir endurheimtu heimamenn forystuna. Íslenska liðið tók svo leikhlé þegar hálf mínúta var eftir og Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði sitt fyrsta mark og jafnaði. Staðan 16-16. 18:05 Snorri var markahæstur í íslenska liðinu í gær og stefnir í það sama í kvöld. Hann hefur skorað fimm mörk, þar af þrjú úr vítum. Frakkar voru að komast yfir 15-14. Stutt í hálfleik. 18:02 Hreiðar Guðmundsson hefur verið í markinu síðustu mínútur og náð að verja þrjú skot á skömmum tíma. Brotið var á Guðjóni Val og dæmt vítakast. Snorri Steinn skoraði úr vítinu og jafnaði í 13-13. Fjórar mínútur til hálfleiks. 17:58 Frakkar með tvö mörk í röð og Ólafur Stefánsson misnotaði síðan vítakast eftir að brotið hafði verið á Snorra. Logi Geirsson tók síðan sitt fyrsta skot og skoraði sitt fyrsta mark. 12-11 fyrir Frakka. 17:54 Frakkar komust tveimur mörkum yfir áður en Snorri Steinn minnkaði muninn með þriðja marki sínu. Sigfús Sigurðsson jafnaði síðan í 10-10. Tæpar 18 mínútur liðnar af leiknum. 17:50 Guðjón Valur Sigurðsson náði að koma sér á blað og jafna í 8-8. Frakkar endurheimtu síðan forystuna. Það er vel mætt á leikinn í dag og ekki autt sæti sjáanlegt í höllinni. 17:47 Frakkar hafa skorað þrjú mörk í röð og eru komnir yfir 8-7. Fyrsta sinn sem Frakkar eru yfir í leiknum. 13 mínútur rúmar liðnar af leiknum. 17:45 Snorri Steinn skoraði sitt annað mark í leiknum eftir hraða sókn. Frakkar svöruðu strax á eftir. 6-7 er staðan. 17:43 Íslenska liðið hefur verið manni færri síðustu mínútur og Frakkarnir náð að nýta sér það. Hafa minnkað muninn í aðeins eitt mark. 17:40 Franska liðið minnkaði muninn en Ísland fékk svo vítakast. Snorri Steinn Guðjónsson fór á vítalínuna og skoraði fyrsta mark sitt. Þess má geta að dómararnir í dag eru franskir eins og allir aðrir dómarar sem dæma á mótinu. 17:37 Góð byrjun hjá íslenska liðinu sem náði þriggja marka forskoti 5-2. Björgvin Páll Gustavsson byrjar í markinu og var að verja glæsilega. 17:35 Íslenska liðið að vinna 4-2. Mikið skorað í byrjun. Alexander Petersson byrjar vel og er kominn með tvö mörk. 17:32 Róbert Gunnarsson braut ísinn og skoraði fyrsta mark leiksins en Frakkar jöfnuðu í næstu sókn. Þá kom Sigfús Sigurðsson og svaraði strax. 2-1 fyrir Ísland. 17:30 Leikurinn er farinn af stað en hann er hluti af lokaundirbúningi þessara liða fyrir Ólympíuleikana sem fram fara í Peking í ágúst. Við bendum á að haldið verður utan um markaskorara Íslands hér neðst á síðunni. _______________________Markaskorarar Íslands: Snorri Steinn Guðjónsson 8 (5 víti), Ólafur Stefánsson 5, Logi Geirsson 4, Alexander Petersson 3, Sigfús Sigurðsson 3, Róbert Gunnarsson 2, Guðjón Valur Sigurðsson 1, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1.
Íslenski handboltinn Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti