Lækkun á evrópskum hlutabréfamörkuðum 23. maí 2008 09:40 Miðlarar að störfum í kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi. Mynd/AFP Það er langt í frá hefðbundinn föstudagur á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag en gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað í álfunni á þessum síðasta degi vikunnar. Gengi hlutabréfa lækkaði nokkuð eftir miðja vikuna eftir að olíuverðið rauk yfir 135 dali á tunnu. Það lækkaði lítillega í gær og jafnaði hlutabréfamarkaðurinn vestanhafs sig nokkuð í kjölfarið eftir lækkun í tvo daga á undan. Olíuverðið stendur nú í rúmum 131 dal á tunnu og hefur það hækkað um 40 prósent frá áramótum. Breska ríkisútvarpið segir að útlit sé fyrir að sá verðmiði muni ekki standa lengi og geti hann farið aftur upp á næstunni. FTSE-hlutabréfavísitalan í Bretlandi hefur lækkað um 0,53 prósent það sem af er viðskiptadagsins. Þá hefur Dax-vísitalan í Þýskalandi lækkað um 0,35 prósent og Cac 40-vísitalan í Frakklandi lækkað um tæpt prósent. Svipaða sögu er að segja af norrænum hlutabréfamörkuðum en samnorræna hlutabréfavísitalan OMX40 hefur lækkað um rúm 0,6 prósent frá því viðskipti hófust í morgun. Nikkei-vísitalan í Japan hækkaði hins vegar um 0,24 prósent í enda viðskiptadagsins í morgun. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Það er langt í frá hefðbundinn föstudagur á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag en gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað í álfunni á þessum síðasta degi vikunnar. Gengi hlutabréfa lækkaði nokkuð eftir miðja vikuna eftir að olíuverðið rauk yfir 135 dali á tunnu. Það lækkaði lítillega í gær og jafnaði hlutabréfamarkaðurinn vestanhafs sig nokkuð í kjölfarið eftir lækkun í tvo daga á undan. Olíuverðið stendur nú í rúmum 131 dal á tunnu og hefur það hækkað um 40 prósent frá áramótum. Breska ríkisútvarpið segir að útlit sé fyrir að sá verðmiði muni ekki standa lengi og geti hann farið aftur upp á næstunni. FTSE-hlutabréfavísitalan í Bretlandi hefur lækkað um 0,53 prósent það sem af er viðskiptadagsins. Þá hefur Dax-vísitalan í Þýskalandi lækkað um 0,35 prósent og Cac 40-vísitalan í Frakklandi lækkað um tæpt prósent. Svipaða sögu er að segja af norrænum hlutabréfamörkuðum en samnorræna hlutabréfavísitalan OMX40 hefur lækkað um rúm 0,6 prósent frá því viðskipti hófust í morgun. Nikkei-vísitalan í Japan hækkaði hins vegar um 0,24 prósent í enda viðskiptadagsins í morgun.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira