Skammir Moggans 17. apríl 2008 11:06 Mogginn hefur farið skemmtilega úrillur fram úr í morgun, eða í það minnsta vandar hann ekki borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins kveðjurnar í sérstökum kjallaraleiðara í blaðinu í dag. Það telst alltaf til tíðinda þegar Moggi skammar sjálfstæðismenn. Einkum og sér í lagi ef skammirnar eru hastarlegar. Og stjarfar af reiði. Hitt er alvanalegt að hann hatist út í erkióvin sinn; Samfylkinguna. Sem er ekki lengur nein frétt. En nú standa Hádegismóaspjótin á sexmenningunum við Tjörnina, því mikla prinsippfólki pólitíkurinnar sem tekið hefur U-beygju á rauðu ljósi í Rei-málinu. Úps. Ég skil reiði Mogga. Það vottar fyrir því að hann sé samkvæmur sjálfum sér í aðhaldinu sem stjórnmálaflokkum ber. Fréttin er þessi: Ég man ekki til þess í annan tíma að Moggi hafi farið jafn ljótum orðum um vini sína í Flokknum og hann gerir á leiðaraopnunni í dag: "Aldrei í sögu Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur hefur flokkurinn beðið slíkan hnekki og sýnt af sér slíka lágkúru." Mogginn krefst þess að forysta Flokksins skerist í skrípaleikinn af einfaldri ástæðu: "Borgarstjórnarflokkurinn er gersamlega forystulaus ..." Þetta er talsvert. Sérstaklega úr penna Mogga þar sem flokksástin hefur gjarnan brenglað allt pólitískt veruleikaskyn ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun
Mogginn hefur farið skemmtilega úrillur fram úr í morgun, eða í það minnsta vandar hann ekki borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins kveðjurnar í sérstökum kjallaraleiðara í blaðinu í dag. Það telst alltaf til tíðinda þegar Moggi skammar sjálfstæðismenn. Einkum og sér í lagi ef skammirnar eru hastarlegar. Og stjarfar af reiði. Hitt er alvanalegt að hann hatist út í erkióvin sinn; Samfylkinguna. Sem er ekki lengur nein frétt. En nú standa Hádegismóaspjótin á sexmenningunum við Tjörnina, því mikla prinsippfólki pólitíkurinnar sem tekið hefur U-beygju á rauðu ljósi í Rei-málinu. Úps. Ég skil reiði Mogga. Það vottar fyrir því að hann sé samkvæmur sjálfum sér í aðhaldinu sem stjórnmálaflokkum ber. Fréttin er þessi: Ég man ekki til þess í annan tíma að Moggi hafi farið jafn ljótum orðum um vini sína í Flokknum og hann gerir á leiðaraopnunni í dag: "Aldrei í sögu Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur hefur flokkurinn beðið slíkan hnekki og sýnt af sér slíka lágkúru." Mogginn krefst þess að forysta Flokksins skerist í skrípaleikinn af einfaldri ástæðu: "Borgarstjórnarflokkurinn er gersamlega forystulaus ..." Þetta er talsvert. Sérstaklega úr penna Mogga þar sem flokksástin hefur gjarnan brenglað allt pólitískt veruleikaskyn ... -SER.