Hvað er málið með Geir? Jón Kaldal skrifar 21. nóvember 2008 08:57 Umfang Davíðs Oddssonar í umræðu undanfarna daga er orðið með öllu óþolandi. Það versta er þó að við eigum einskis annars úrkosta en að halda áfram að tala um hann. Því eins og allir vita hverfa vandamálin ekki þótt við hættum að tala um þau. Það kallast bara uppgjöf. Vandamál hverfa ekki fyrr en þau eru leyst. Engin ástæða er til að efast um að Davíð sé vandamál. Hann er reyndar svo stórt og mikið vandamál að ríkisstjórnarsamstarf landsins hangir á því hvort hann verði áfram í Seðlabankanum eða ekki. Það liggur kristaltært fyrir að Samfylkingin treystir ekki núverandi stjórn Seðlabankans til verks við þá viðkvæmu tilraun að endurreisa krónuna. Nokkuð víst er að sú aðgerð mun ekki fara fram með Samfylkingu í ríkisstjórn og Davíð í Seðlabankanum á sama tíma. Að þessi staða skuli vera komin upp er fyrst og fremst á ábyrgð eins manns: Geirs H. Haarde. Forsætisráðherra hefur lengi haft á valdi sínu að taka af skarið og leysa úr þeirri flækju sem hefur skapast vegna vantrausts á stjórn Seðlabankans. En hvað er þá málið með Geir? Hvað tefur? Möguleikarnir eru þrír. Númer eitt: Geir er sammála Davíð í öllum meginatriðum. Er á móti Evrópusambandsaðild, telur krónuna traustan gjaldmiðil og að einhverjir aðrir beri meginsök á hruninu. Númer tvö: Geir óttast að Davíð snúi aftur í stjórnmálin, taki af honum Sjálfstæðisflokkinn eða kljúfi flokkinn með sérframboði. Númer þrjú: Geir hefur sig ekki í að taka á vandamálinu og leysa það. Sá sem hér skrifar telur síðasta möguleikann vera líklegustu skýringuna. Verkfælni Geirs sýndi sig þegar borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna fékk óáreittur að glutra frá sér borginni og ganga skömmu síðar til glórulauss samstarfs við Ólaf F. Magnússon. Sýnu alvarlegra var þó aðgerðaleysið í aðdraganda þess að efnahagslíf landsins hrundi til grunna. Allt fram á síðasta dag taldi Geir ekki þörf á að gera neitt. Ummæli hans í þá veru á tröppum ráðherrabústaðarins innan við sólarhring fyrir setningu neyðarlaganna verða lengi minnisstæð. Átakafælni Geirs var kostur á meðan allt lék í lyndi. Sérstaklega í samanburði við feikilega átakaást forvera hans í formannsstól Sjálfstæðisflokks. Þegar á reynir verða foringjar hins vegar að taka þá slagi sem reka á fjöru þeirra. Annað er til stórkostlegra trafala. Finnist einhverjum hér of mikið gert úr mikilvægi eins manns við stjórn landsins má rifja upp arfleifð eins manns, George W. Bush, eftir átta ár í Hvíta húsinu. Er það hvorki meira né minna en breytt heimsmynd. Að taka að sér stjórn snýst auðvitað ekki síst um að velja með sér aðra til verka. Vonin um að Geir leysi vandamálið Davíð Oddsson dofnar hratt. Það væri óskandi að Davíð tæki sjálfur af skarið af myndugleika, sem allir vita að hann býr yfir, og gerði þjóðinni þann greiða að kveðja Seðlabankann sjálfviljugur. Það yrði dýmætasta framlag hans til að koma á vinnufriði til að leysa önnur mikilvægari vandamál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun
Umfang Davíðs Oddssonar í umræðu undanfarna daga er orðið með öllu óþolandi. Það versta er þó að við eigum einskis annars úrkosta en að halda áfram að tala um hann. Því eins og allir vita hverfa vandamálin ekki þótt við hættum að tala um þau. Það kallast bara uppgjöf. Vandamál hverfa ekki fyrr en þau eru leyst. Engin ástæða er til að efast um að Davíð sé vandamál. Hann er reyndar svo stórt og mikið vandamál að ríkisstjórnarsamstarf landsins hangir á því hvort hann verði áfram í Seðlabankanum eða ekki. Það liggur kristaltært fyrir að Samfylkingin treystir ekki núverandi stjórn Seðlabankans til verks við þá viðkvæmu tilraun að endurreisa krónuna. Nokkuð víst er að sú aðgerð mun ekki fara fram með Samfylkingu í ríkisstjórn og Davíð í Seðlabankanum á sama tíma. Að þessi staða skuli vera komin upp er fyrst og fremst á ábyrgð eins manns: Geirs H. Haarde. Forsætisráðherra hefur lengi haft á valdi sínu að taka af skarið og leysa úr þeirri flækju sem hefur skapast vegna vantrausts á stjórn Seðlabankans. En hvað er þá málið með Geir? Hvað tefur? Möguleikarnir eru þrír. Númer eitt: Geir er sammála Davíð í öllum meginatriðum. Er á móti Evrópusambandsaðild, telur krónuna traustan gjaldmiðil og að einhverjir aðrir beri meginsök á hruninu. Númer tvö: Geir óttast að Davíð snúi aftur í stjórnmálin, taki af honum Sjálfstæðisflokkinn eða kljúfi flokkinn með sérframboði. Númer þrjú: Geir hefur sig ekki í að taka á vandamálinu og leysa það. Sá sem hér skrifar telur síðasta möguleikann vera líklegustu skýringuna. Verkfælni Geirs sýndi sig þegar borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna fékk óáreittur að glutra frá sér borginni og ganga skömmu síðar til glórulauss samstarfs við Ólaf F. Magnússon. Sýnu alvarlegra var þó aðgerðaleysið í aðdraganda þess að efnahagslíf landsins hrundi til grunna. Allt fram á síðasta dag taldi Geir ekki þörf á að gera neitt. Ummæli hans í þá veru á tröppum ráðherrabústaðarins innan við sólarhring fyrir setningu neyðarlaganna verða lengi minnisstæð. Átakafælni Geirs var kostur á meðan allt lék í lyndi. Sérstaklega í samanburði við feikilega átakaást forvera hans í formannsstól Sjálfstæðisflokks. Þegar á reynir verða foringjar hins vegar að taka þá slagi sem reka á fjöru þeirra. Annað er til stórkostlegra trafala. Finnist einhverjum hér of mikið gert úr mikilvægi eins manns við stjórn landsins má rifja upp arfleifð eins manns, George W. Bush, eftir átta ár í Hvíta húsinu. Er það hvorki meira né minna en breytt heimsmynd. Að taka að sér stjórn snýst auðvitað ekki síst um að velja með sér aðra til verka. Vonin um að Geir leysi vandamálið Davíð Oddsson dofnar hratt. Það væri óskandi að Davíð tæki sjálfur af skarið af myndugleika, sem allir vita að hann býr yfir, og gerði þjóðinni þann greiða að kveðja Seðlabankann sjálfviljugur. Það yrði dýmætasta framlag hans til að koma á vinnufriði til að leysa önnur mikilvægari vandamál.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun