Flugrekstrarleyfi Alitalia í hættu 25. september 2008 11:00 Merki Alitalia. Mynd/AFP Svo getur farið að punkturinn verði settur aftan við sögu ítalska flugfélagsins Alitalia í dag en ítölsk flugmálayfirvöld hótuðu í dag að fella flugrekstrarleyfi félagsins niður skili stjórnendur þess ekki nýrri rekstraráætlun í lok dags. Framtíð flugfélagsins hefur hangið á bláþræði síðustu vikurnar en sjóðir félagsins eru tómir og hefur það ekki haft efni á að kaupa eldsneyti á þotur sínar. Þá tapar félagið tveimur milljónum evra á dag og fljúga vélar þess á bráðabirgðarleyfi. Hópur fjárfesta, sem lagði fram tilboð í flugfélagið fyrir nokkru síðan, dró það til baka í síðustu viku eftir að verkalýðsfélög starfsmanna flugfélagsins náðu ekki sameiginlegri niðurstöðu um hvort því skuli taka eður ei. Þótt verkalýðsfélögunum tillögur fjárfestanna fela of mikla uppstokkun á rekstrinum í för með sér. Til stóð að setja 1,4 milljarða evra í reksturinn, selja óarðbærar eignir og segja upp allt að þrjú þúsund starfsmönnum. Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur þrýst á forsvarsmenn verkalýðsfélaganna að hittast á ný og reyna að blása til nýrra viðræðna til að forða flugfélaginu frá þroti. Ítalska ríkið er stærsti hluthafi flugfélagsins. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Svo getur farið að punkturinn verði settur aftan við sögu ítalska flugfélagsins Alitalia í dag en ítölsk flugmálayfirvöld hótuðu í dag að fella flugrekstrarleyfi félagsins niður skili stjórnendur þess ekki nýrri rekstraráætlun í lok dags. Framtíð flugfélagsins hefur hangið á bláþræði síðustu vikurnar en sjóðir félagsins eru tómir og hefur það ekki haft efni á að kaupa eldsneyti á þotur sínar. Þá tapar félagið tveimur milljónum evra á dag og fljúga vélar þess á bráðabirgðarleyfi. Hópur fjárfesta, sem lagði fram tilboð í flugfélagið fyrir nokkru síðan, dró það til baka í síðustu viku eftir að verkalýðsfélög starfsmanna flugfélagsins náðu ekki sameiginlegri niðurstöðu um hvort því skuli taka eður ei. Þótt verkalýðsfélögunum tillögur fjárfestanna fela of mikla uppstokkun á rekstrinum í för með sér. Til stóð að setja 1,4 milljarða evra í reksturinn, selja óarðbærar eignir og segja upp allt að þrjú þúsund starfsmönnum. Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur þrýst á forsvarsmenn verkalýðsfélaganna að hittast á ný og reyna að blása til nýrra viðræðna til að forða flugfélaginu frá þroti. Ítalska ríkið er stærsti hluthafi flugfélagsins.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira