Olíuverð enn á uppleið 21. ágúst 2008 12:41 Mun dýrara er að fylla á bílinn nú en fyrir ári. Mynd/AFP Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað í dag, þriðja daginn í röð. Helsta ástæðan er gremja Rússa í garð Bandaríkjamanna, sem ætla að byggja upp búnað fyrir hnattrænt eldflaugavarnakerfi í Póllandi. Þá hefur verið skrúfað fyrir flutning á hráolíu við nokkrar hafnir í Rússlandi vegna stríðsátaka í Georgíu. Öll röskun á olíuflutningum hefur áhrif á verðið. Þá spilar inn í veikning bandaríkjadals í vikunni auk þess sem fjárfestar hafa tekið að fjárfesta á ný á hrávörumarkaði eftir gengislækkun á fjármálamarkaði og ótta við frekari skell í bankaheiminum. Í ofanálag dró úr eldsneytisbirgðum á milli vikna í Bandaríkjunum í síðustu viku, að því er fram kemur í opinberum tölum sem gefnar voru út í gær. Birgðirnar drógust saman um 6,2 milljónir tunna sem er tvöfalt meira en sérfræðingar höfðu reiknað með. Verð á framvirkum samningum á hráolíu, sem afhent verður í október, hækkaði um 2,269 dali á tunnu í dag, eða um 2,3 prósent og fór í 118,25 dali á tunnu á markaði í Bandaríkjunum. Þá fór verðið á Brent-olíu í 116,75 dali á tunnu á markaði Bretlandi. Olíuverðið fór í rúma 147 dali á tunnu í júlí og hefur þessu samkvæmt lækkað um 21 prósent síðan þá. Verðið er engu að síður 68 prósentum hærra en á sama tíma í fyrra. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað í dag, þriðja daginn í röð. Helsta ástæðan er gremja Rússa í garð Bandaríkjamanna, sem ætla að byggja upp búnað fyrir hnattrænt eldflaugavarnakerfi í Póllandi. Þá hefur verið skrúfað fyrir flutning á hráolíu við nokkrar hafnir í Rússlandi vegna stríðsátaka í Georgíu. Öll röskun á olíuflutningum hefur áhrif á verðið. Þá spilar inn í veikning bandaríkjadals í vikunni auk þess sem fjárfestar hafa tekið að fjárfesta á ný á hrávörumarkaði eftir gengislækkun á fjármálamarkaði og ótta við frekari skell í bankaheiminum. Í ofanálag dró úr eldsneytisbirgðum á milli vikna í Bandaríkjunum í síðustu viku, að því er fram kemur í opinberum tölum sem gefnar voru út í gær. Birgðirnar drógust saman um 6,2 milljónir tunna sem er tvöfalt meira en sérfræðingar höfðu reiknað með. Verð á framvirkum samningum á hráolíu, sem afhent verður í október, hækkaði um 2,269 dali á tunnu í dag, eða um 2,3 prósent og fór í 118,25 dali á tunnu á markaði í Bandaríkjunum. Þá fór verðið á Brent-olíu í 116,75 dali á tunnu á markaði Bretlandi. Olíuverðið fór í rúma 147 dali á tunnu í júlí og hefur þessu samkvæmt lækkað um 21 prósent síðan þá. Verðið er engu að síður 68 prósentum hærra en á sama tíma í fyrra.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira