Pólitíkin og Baugsmálið Jón Kaldal skrifar 24. júní 2008 07:00 Það kemur ekki á óvart að mikill meirihluti þjóðarinnar telur rétt að hefja rannsókn á því hvort Baugsmálið eigi sér pólitískar rætur. Skoðanakönnun Fréttablaðsins, frá því um helgina, sýnir að það sjónarmið er afgerandi meðal stuðningsmanna allra flokka. Líka Sjálfstæðisflokks, þótt munurinn milli þeirra, sem vilja láta kyrrt liggja, og hinna sem vilja rannsaka, sé minni í því tilfelli. Jóhannes Jónsson í Bónus, fagnar víðtækum stuðningi við rannsókn. Enda hafa forráðamenn Baugs allt frá upphafi sagt aðgerðir yfirvalda úr öllu samhengi við sakargiftirnar og sagt ástæður afskipta lögreglunnar af fyrirtækinu af pólitískum toga. Niðurstöður könnunar Fréttablaðsins má túlka á ýmsa vegu. Þær geta endurspeglað þá skoðun aðspurðra að pólitík hafi verið að baki rannsókninni á Baugi. En þeir, sem svöruðu spurningunni um rannsókn játandi, geta allt eins álitið að pólitík komi málinu ekkert við, og nauðsynlegt sé að taka af allan vafa um það. Sjálfstæðismaðurinn Birgir Ármannsson, formaður allsherjarnefndar Alþingis, segir ekki tilefni til að skipa pólitíska nefnd um rannsókn á upphafi Baugsmálsins. Það er örugglega rétt mat hjá Birgi að nefnd skipuð af Alþingi hafi litlu hlutverki að gegna eftir að dómsniðurstaða er fengin í málum. Það má telja full víst að könnun slíkrar nefndar myndi leiða í ljós að á öllum stigum Baugsmálsins voru það til þess bærir menn innan réttarkerfisins, sem tóku ákvarðanir um húsleitir, rannsóknir og ákærur. Eins og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur sagt, um annað umdeilt mál, þá voru símhleranir kalda stríðs áranna liður í „lögregluaðgerðum" og „óvirðing" við dómara, sem heimiluðu þær, að halda öðru fram. Hitt er annað mál að ríkissaksóknari hefur heimild til að rannsaka hvort lögreglan og ákærandi hafi misfarið með rannsóknar- og ákæruvald sitt í Baugsmálinu. Rétt eins og formaður allsherjarnefndar bendir á er málið þannig vaxið að „vafalaust er margt sem við getum lært af því í sambandi við hvernig okkar réttarkerfi virkar." Fleiri stjórnmálamenn en Birgir hafa rætt um þann lærdóm sem megi að draga af Baugsmálinu. Rannsókn ríkissaksóknara myndi án vafa vera dýrmætt innlegg í þann námsferil. Möguleg pólitísk afskipti af upphafi og framgangi Baugsmálsins á hins vegar tæplega vel heima í höndum lögspekinga. Það er frekar verkefni fyrir sagnfræðinga, stjórnmálfræðinga, félagsfræðinga og jafnvel sálfræðinga að skoða þá stemningu sem ríkti í ákveðnum kimum samfélaginu þegar málið varð til á sínum tíma. Sú rannsókn mun örugglega fara fram einn daginn. Vafalaust verða tölvupóstar, sem Fréttablaðið sagði frá haustið 2006, mikilvæg gögn í þeirri vinnu. Þeir póstar upplýstu um fundarhöld þriggja manna um það sem mörgum vikum síðar varð einmitt að Baugsmálinu. Þessir menn voru einn helsti ráðgjafi þáverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, þáverandi ritstjóri Morgunblaðsins og þáverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Eins og í hlerunarmálum kalda stríðsins og öðrum stórum málum er það sagan sem mun á endanum kveða upp sinn dóm. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun
Það kemur ekki á óvart að mikill meirihluti þjóðarinnar telur rétt að hefja rannsókn á því hvort Baugsmálið eigi sér pólitískar rætur. Skoðanakönnun Fréttablaðsins, frá því um helgina, sýnir að það sjónarmið er afgerandi meðal stuðningsmanna allra flokka. Líka Sjálfstæðisflokks, þótt munurinn milli þeirra, sem vilja láta kyrrt liggja, og hinna sem vilja rannsaka, sé minni í því tilfelli. Jóhannes Jónsson í Bónus, fagnar víðtækum stuðningi við rannsókn. Enda hafa forráðamenn Baugs allt frá upphafi sagt aðgerðir yfirvalda úr öllu samhengi við sakargiftirnar og sagt ástæður afskipta lögreglunnar af fyrirtækinu af pólitískum toga. Niðurstöður könnunar Fréttablaðsins má túlka á ýmsa vegu. Þær geta endurspeglað þá skoðun aðspurðra að pólitík hafi verið að baki rannsókninni á Baugi. En þeir, sem svöruðu spurningunni um rannsókn játandi, geta allt eins álitið að pólitík komi málinu ekkert við, og nauðsynlegt sé að taka af allan vafa um það. Sjálfstæðismaðurinn Birgir Ármannsson, formaður allsherjarnefndar Alþingis, segir ekki tilefni til að skipa pólitíska nefnd um rannsókn á upphafi Baugsmálsins. Það er örugglega rétt mat hjá Birgi að nefnd skipuð af Alþingi hafi litlu hlutverki að gegna eftir að dómsniðurstaða er fengin í málum. Það má telja full víst að könnun slíkrar nefndar myndi leiða í ljós að á öllum stigum Baugsmálsins voru það til þess bærir menn innan réttarkerfisins, sem tóku ákvarðanir um húsleitir, rannsóknir og ákærur. Eins og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur sagt, um annað umdeilt mál, þá voru símhleranir kalda stríðs áranna liður í „lögregluaðgerðum" og „óvirðing" við dómara, sem heimiluðu þær, að halda öðru fram. Hitt er annað mál að ríkissaksóknari hefur heimild til að rannsaka hvort lögreglan og ákærandi hafi misfarið með rannsóknar- og ákæruvald sitt í Baugsmálinu. Rétt eins og formaður allsherjarnefndar bendir á er málið þannig vaxið að „vafalaust er margt sem við getum lært af því í sambandi við hvernig okkar réttarkerfi virkar." Fleiri stjórnmálamenn en Birgir hafa rætt um þann lærdóm sem megi að draga af Baugsmálinu. Rannsókn ríkissaksóknara myndi án vafa vera dýrmætt innlegg í þann námsferil. Möguleg pólitísk afskipti af upphafi og framgangi Baugsmálsins á hins vegar tæplega vel heima í höndum lögspekinga. Það er frekar verkefni fyrir sagnfræðinga, stjórnmálfræðinga, félagsfræðinga og jafnvel sálfræðinga að skoða þá stemningu sem ríkti í ákveðnum kimum samfélaginu þegar málið varð til á sínum tíma. Sú rannsókn mun örugglega fara fram einn daginn. Vafalaust verða tölvupóstar, sem Fréttablaðið sagði frá haustið 2006, mikilvæg gögn í þeirri vinnu. Þeir póstar upplýstu um fundarhöld þriggja manna um það sem mörgum vikum síðar varð einmitt að Baugsmálinu. Þessir menn voru einn helsti ráðgjafi þáverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, þáverandi ritstjóri Morgunblaðsins og þáverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Eins og í hlerunarmálum kalda stríðsins og öðrum stórum málum er það sagan sem mun á endanum kveða upp sinn dóm.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun