Hinn hljóði heimur 30. júlí 2008 00:01 Lent í lok keppnisdags á Hellu. aðsendMynd/Eggert Norðdal „Það hefur oft verið hent gaman að því að ég hafi alltof mörg áhugamál og má til sanns vegar færa. Lífið er bara svo skemmtilegt,“ segir Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands. Svifflug nýtur forgangs hjá Steinþóri yfir sumarið og hefur gert þau 30 ár sem hann hefur stundað það. „Íslenskt sumar býður hins vegar ekki upp á marga góða daga til langflugs. En í sumar hef ég náð að fljúga tvö virkilega góð flug sem eru þau lengstu í hitauppstreymi hér á landi. Annað 370 km langt og hitt 437 km. Á Íslandsmótinu í byrjun júlí kom hins vegar ungur svifflugmaður, Daníel Stefánsson, og rassskellti mig rækilega og vann verðskuldað og setti mig í annað sæti,“ segir Steinþór. Steinþór segir að veðrið í sumar hafi verið frábært til útilegu og sundferða en minna til flugs. „Það gerðist að flugin enduðu á túnum bænda hér og þar sem var mjög gagnlegt til að kynna sér það nýjasta í heyskapartækni,“ segir hann og hlær. Hann segir að svifflugsvertíðin standi frá byrjun maí til loka október. Svifflug er að sögn Steinþórs ódýrt sem flugsport og kostar heldur minna en golf að honum sýnist. „Það er því ekki kostnaðurinn sem stoppar ef menn hafa áhuga á annað borð,“ segir hann. Eftirminnilegasta atvik Steinþórs í flugi varð fyrir allnokkrum árum er hann fyrir asnaskap magalenti í óbyggðum á Mosfellsheiði og gekk frá því óskaddaður og vélin heil. „Það voru a.m.k. tveir englar sem héldu undir vængina hjá mér í þeirri lendingu,“ segir Steinþór. Spurður um önnur áhugamál segist Steinþór lesa heilmikið af bókum um andleg og innri mál og segist duglegur að rækta sinn innri mann. „Margt af þessu hefur mjög hagnýt not í hinum harða heimi viðskiptanna,“ segir hann. Auk þess segir Steinþór það mjög gefandi að spila „old boys“-fótbolta með Stjörnunni og byggja aðra upp með því að leyfa þeim að vinna. „Markmið sumarsins er verðugt -að vera ekki sá lélegasti í hópnum,“ segir hann að lokum. Héðan og þaðan Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
„Það hefur oft verið hent gaman að því að ég hafi alltof mörg áhugamál og má til sanns vegar færa. Lífið er bara svo skemmtilegt,“ segir Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands. Svifflug nýtur forgangs hjá Steinþóri yfir sumarið og hefur gert þau 30 ár sem hann hefur stundað það. „Íslenskt sumar býður hins vegar ekki upp á marga góða daga til langflugs. En í sumar hef ég náð að fljúga tvö virkilega góð flug sem eru þau lengstu í hitauppstreymi hér á landi. Annað 370 km langt og hitt 437 km. Á Íslandsmótinu í byrjun júlí kom hins vegar ungur svifflugmaður, Daníel Stefánsson, og rassskellti mig rækilega og vann verðskuldað og setti mig í annað sæti,“ segir Steinþór. Steinþór segir að veðrið í sumar hafi verið frábært til útilegu og sundferða en minna til flugs. „Það gerðist að flugin enduðu á túnum bænda hér og þar sem var mjög gagnlegt til að kynna sér það nýjasta í heyskapartækni,“ segir hann og hlær. Hann segir að svifflugsvertíðin standi frá byrjun maí til loka október. Svifflug er að sögn Steinþórs ódýrt sem flugsport og kostar heldur minna en golf að honum sýnist. „Það er því ekki kostnaðurinn sem stoppar ef menn hafa áhuga á annað borð,“ segir hann. Eftirminnilegasta atvik Steinþórs í flugi varð fyrir allnokkrum árum er hann fyrir asnaskap magalenti í óbyggðum á Mosfellsheiði og gekk frá því óskaddaður og vélin heil. „Það voru a.m.k. tveir englar sem héldu undir vængina hjá mér í þeirri lendingu,“ segir Steinþór. Spurður um önnur áhugamál segist Steinþór lesa heilmikið af bókum um andleg og innri mál og segist duglegur að rækta sinn innri mann. „Margt af þessu hefur mjög hagnýt not í hinum harða heimi viðskiptanna,“ segir hann. Auk þess segir Steinþór það mjög gefandi að spila „old boys“-fótbolta með Stjörnunni og byggja aðra upp með því að leyfa þeim að vinna. „Markmið sumarsins er verðugt -að vera ekki sá lélegasti í hópnum,“ segir hann að lokum.
Héðan og þaðan Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira