Hvað svo? Björn Ingi Hrafnsson skrifar 16. ágúst 2008 05:15 Sjálfstæðismenn tóku mikla áhættu er þeir mynduðu meirihluta með Ólafi F. Magnússyni, enda naut hann frá upphafi lítilla vinsælda og sífellt minni eftir því sem á leið. Frá fór tiltölulega vinsæll meirihluti Tjarnarkvartettsins undir glæsilegri forystu Dags B. Eggertssonar sem borgarstjóra. Sá meirihluti varð aftur til við hinar undarlegustu kringumstæður og vitaskuld reyndi aldrei mikið á hann, þennan stutta valdatíma. Sjálfstæðismenn hafa í tilefni af myndun nýs meirihluta lýst því yfir að þeir hafi sjálfir aldrei viljað slíta hinum fyrsta, en staðreyndin er auðvitað sú að ansi margt hafði gengið á áður en til þess kom, sem varð meðal annars tilefni sérstaks fundar borgarfulltrúa flokksins með formanni Sjálfstæðisflokksins og varaformanni - án oddvitans, auk þess sem óútskýrt samskiptaleysi á örlagastundu milli flokka varð til þess að slit á meirihlutanum, sem vel hefði mátt koma í veg fyrir, urðu því miður ekki umflúin. Það er stórt skref fyrir Sjálfstæðisflokkinn nú að slíta meirihluta. Ekki skal dregið í efa að slíkt hafi verið nauðsynlegt, enda hefur ástandið síðustu vikur og mánuði ekki farið framhjá neinum. Óskar Bergsson var í þessu ljósi í heldur snúinni stöðu og lítt öfundsverðri sem nýr oddviti Framsóknarflokksins. Félagar hans í minnihluta Tjarnarkvartettsins höfðu lítið gert með sjónarmið hans í stórum og umdeildum málum eins og skipulagsmálum miðborgar og Bitruvirkjun, sem margir telja þjóðhagslega nauðsynlegt að ráðast í án frekari tafa. Eflaust hefur það vegið þungt þegar tækifæri bauðst til að endurnýja meirihlutann og hrinda brýnum stefnumálum í framkvæmd, en ekki síður opinber og ákafur stuðningur formanns Framsóknarflokksins við slíkt samstarf og sömuleiðis sú staðreynd að stjórnarkreppa blasti við að öðrum kosti, þar sem enginn treysti sér til að mynda meirihluta með Ólaf F. Magnússon innanborðs. Oddvitar Samfylkingar og Vinstri grænna höfðu einnig lýst því yfir að þeir hygðust ekki leysa sjálfstæðismenn úr þeirri snöru sem þeir hefðu sjálfir komið sér í. Það var skiljanleg afstaða út frá pólitísku stöðumati og því sem á undan hefur gengið, en ekki endilega ábyrg afstaða út frá hagsmunum borgarbúa. Þau munu þó bæði vafalaust njóta sín í stjórnarandstöðu og eiga mikla möguleika á að ná aftur vopnum sínum fyrir og eftir kosningar. Óskar Bergsson og Framsóknarflokkurinn hafa að sönnu ekki riðið feitum hesti frá skoðanakönnunum. Hann verður sakaður um að vera „hækja Íhaldsins" og þarf því að sýna kjósendum fyrir hvað hann stendur. Hanna Birna Kristjánsdóttir þarf að sameina hóp að baki sér, sem hefur virst ósamstilltur, en þráir vafalaust að hríðinni sloti svo unnt sé að snúa sér að daglegum verkefnum. Hún getur orðið glæsilegur borgarstjóri. Verða afleiðingarnar einhverjar fyrir samstarfið í ríkisstjórn? Svarið er já og nei. Ríkisstjórnin hefur sterkan meirihluta og stjórnarandstaðan hefur ekki enn náð sér á strik þrátt fyrir kjöraðstæður. En valdahlutföllin hafa nú breyst. Þegar Tjarnarkvartettinn tók við í borginni varð ákveðin breyting á landslagi stjórnmálanna og Samfylkingin var orðin helsti gerandi. Það líkaði sjálfstæðismönnum illa og þeir telja eflaust að nú hafi þeir með nokkrum hætti náð vopnum sínum. Að sama skapi hlýtur sú spurning að vakna hvort Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, hafi beitt áhrifum sínum í borginni með það að markmiði að ná fram sama stjórnarmynstri í ríkisstjórn, jafnvel með aðkomu þingmanna Frjálslyndra? Var það hugmyndin? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun
Sjálfstæðismenn tóku mikla áhættu er þeir mynduðu meirihluta með Ólafi F. Magnússyni, enda naut hann frá upphafi lítilla vinsælda og sífellt minni eftir því sem á leið. Frá fór tiltölulega vinsæll meirihluti Tjarnarkvartettsins undir glæsilegri forystu Dags B. Eggertssonar sem borgarstjóra. Sá meirihluti varð aftur til við hinar undarlegustu kringumstæður og vitaskuld reyndi aldrei mikið á hann, þennan stutta valdatíma. Sjálfstæðismenn hafa í tilefni af myndun nýs meirihluta lýst því yfir að þeir hafi sjálfir aldrei viljað slíta hinum fyrsta, en staðreyndin er auðvitað sú að ansi margt hafði gengið á áður en til þess kom, sem varð meðal annars tilefni sérstaks fundar borgarfulltrúa flokksins með formanni Sjálfstæðisflokksins og varaformanni - án oddvitans, auk þess sem óútskýrt samskiptaleysi á örlagastundu milli flokka varð til þess að slit á meirihlutanum, sem vel hefði mátt koma í veg fyrir, urðu því miður ekki umflúin. Það er stórt skref fyrir Sjálfstæðisflokkinn nú að slíta meirihluta. Ekki skal dregið í efa að slíkt hafi verið nauðsynlegt, enda hefur ástandið síðustu vikur og mánuði ekki farið framhjá neinum. Óskar Bergsson var í þessu ljósi í heldur snúinni stöðu og lítt öfundsverðri sem nýr oddviti Framsóknarflokksins. Félagar hans í minnihluta Tjarnarkvartettsins höfðu lítið gert með sjónarmið hans í stórum og umdeildum málum eins og skipulagsmálum miðborgar og Bitruvirkjun, sem margir telja þjóðhagslega nauðsynlegt að ráðast í án frekari tafa. Eflaust hefur það vegið þungt þegar tækifæri bauðst til að endurnýja meirihlutann og hrinda brýnum stefnumálum í framkvæmd, en ekki síður opinber og ákafur stuðningur formanns Framsóknarflokksins við slíkt samstarf og sömuleiðis sú staðreynd að stjórnarkreppa blasti við að öðrum kosti, þar sem enginn treysti sér til að mynda meirihluta með Ólaf F. Magnússon innanborðs. Oddvitar Samfylkingar og Vinstri grænna höfðu einnig lýst því yfir að þeir hygðust ekki leysa sjálfstæðismenn úr þeirri snöru sem þeir hefðu sjálfir komið sér í. Það var skiljanleg afstaða út frá pólitísku stöðumati og því sem á undan hefur gengið, en ekki endilega ábyrg afstaða út frá hagsmunum borgarbúa. Þau munu þó bæði vafalaust njóta sín í stjórnarandstöðu og eiga mikla möguleika á að ná aftur vopnum sínum fyrir og eftir kosningar. Óskar Bergsson og Framsóknarflokkurinn hafa að sönnu ekki riðið feitum hesti frá skoðanakönnunum. Hann verður sakaður um að vera „hækja Íhaldsins" og þarf því að sýna kjósendum fyrir hvað hann stendur. Hanna Birna Kristjánsdóttir þarf að sameina hóp að baki sér, sem hefur virst ósamstilltur, en þráir vafalaust að hríðinni sloti svo unnt sé að snúa sér að daglegum verkefnum. Hún getur orðið glæsilegur borgarstjóri. Verða afleiðingarnar einhverjar fyrir samstarfið í ríkisstjórn? Svarið er já og nei. Ríkisstjórnin hefur sterkan meirihluta og stjórnarandstaðan hefur ekki enn náð sér á strik þrátt fyrir kjöraðstæður. En valdahlutföllin hafa nú breyst. Þegar Tjarnarkvartettinn tók við í borginni varð ákveðin breyting á landslagi stjórnmálanna og Samfylkingin var orðin helsti gerandi. Það líkaði sjálfstæðismönnum illa og þeir telja eflaust að nú hafi þeir með nokkrum hætti náð vopnum sínum. Að sama skapi hlýtur sú spurning að vakna hvort Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, hafi beitt áhrifum sínum í borginni með það að markmiði að ná fram sama stjórnarmynstri í ríkisstjórn, jafnvel með aðkomu þingmanna Frjálslyndra? Var það hugmyndin?