Heilræði Schraders eiga sérstakt erindi nú 9. desember 2008 18:04 Ásgeir Jónsson Þýskættaður Bandaríkjamaður að nafni George H. F. Schrader eyddi hér síðustu þremur árum ævi sinnar áður en hann fyrirfór sér árið 1915, aðeins 57 ára gamall. Schrader bjó á Akureyri og sinnti margvíslegu menningar- og uppbyggingarstarfi. Hann skrifaði bók um hesta og aðra þar sem hann deildi fróðleik sínum úr heimi viðskiptanna í Bandaríkjunum. Sú bók heitir „Heilræði fyrir unga menn í verzlun og viðskiftum“ og er nýkomin út í þriðju útgáfu. Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, skrifar nýjan inngang við þriðju útgáfu heilræðanna, en hann annast endurútgáfuna nú, sem og 2003 áður. Sú er uppseld, sem og frumútgáfan frá 1913. Texta bókar Schraders þýddi Steingrímur Matthíasson læknir, sonur Matthíasar Jochumssonar þjóðskálds. Heilræðin eru um margt merkilegur vitnisburður um þankagang í verslun og viðskiptum á þessum tíma. „Einnig má líta á heilræði Schraders sem sönnun fyrir því að árangur í frjálsri samkeppni byggist ekki á frumskógarlögmálum heldur dugnaði, forsjálni og trausti,“ skrifar Ásgeir í inngangi bókarinnar. Þar gerir hann tilraun til að svipta hulunni af þessum dularfulla útlendingi. En eftir fall bankanna í haust lagðist Ásgeir í ítarlega rannsóknarvinnu og fann nýjar heimildir um Schrader. „Ég lagðist yfir allt sem kom út á prenti fyrir norðan í leit að rituðum heimildum,“ segir Ásgeir, sem einnig fann upplýsingar utan landsteinanna sem ekki hafa áður komið fram. Hann segir heilræðin eina helstu perlu íslenskra viðskiptabókmennta. Áður en Schrader birtist hér skyndilega árið 1912 hafði starfað á verðbréfamarkaðinum á Wall Street í 35 ár og stórefnast, en hingað kom hann frá Englandi. Þá þegar er hann talinn hafa verið haldinn einhverjum hrörnunarsjúkdómi, sem farinn var að herja verulega á hann undir það síðasta. Sem dæmi um heilræði Schraders má ef til vill grípa niður í inngangi kaflans um peninga. „Borgaðu skuldir þínar á réttum tíma ef þú getur. Haltu aldrei peningum fyrir viðskiftavini þínum, því peningarnir eru hans, meðan þú ekki hefur greitt skuldir þínar. Skilvís borgun tryggir greið viðskifti og gott lánstraust. Sein borgun vekur tortrygni og óánægju,“ segir þar og undir almennu heilræðum er eftirfarandi, sem átt gæti heima í hvaða samningatæknikennslubók sem er: „Þegar þú átt í ágreiningi, sem þú vilt lagfæra, settu þig í spor þess manns, sem þú átt í ágreiningi við, og reyndu að hugleiða málið frá hans sjónarmiði, mæt honum síðan miðja vegu. Fréttir Héðan og þaðan Innlent Viðskipti Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira
Þýskættaður Bandaríkjamaður að nafni George H. F. Schrader eyddi hér síðustu þremur árum ævi sinnar áður en hann fyrirfór sér árið 1915, aðeins 57 ára gamall. Schrader bjó á Akureyri og sinnti margvíslegu menningar- og uppbyggingarstarfi. Hann skrifaði bók um hesta og aðra þar sem hann deildi fróðleik sínum úr heimi viðskiptanna í Bandaríkjunum. Sú bók heitir „Heilræði fyrir unga menn í verzlun og viðskiftum“ og er nýkomin út í þriðju útgáfu. Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, skrifar nýjan inngang við þriðju útgáfu heilræðanna, en hann annast endurútgáfuna nú, sem og 2003 áður. Sú er uppseld, sem og frumútgáfan frá 1913. Texta bókar Schraders þýddi Steingrímur Matthíasson læknir, sonur Matthíasar Jochumssonar þjóðskálds. Heilræðin eru um margt merkilegur vitnisburður um þankagang í verslun og viðskiptum á þessum tíma. „Einnig má líta á heilræði Schraders sem sönnun fyrir því að árangur í frjálsri samkeppni byggist ekki á frumskógarlögmálum heldur dugnaði, forsjálni og trausti,“ skrifar Ásgeir í inngangi bókarinnar. Þar gerir hann tilraun til að svipta hulunni af þessum dularfulla útlendingi. En eftir fall bankanna í haust lagðist Ásgeir í ítarlega rannsóknarvinnu og fann nýjar heimildir um Schrader. „Ég lagðist yfir allt sem kom út á prenti fyrir norðan í leit að rituðum heimildum,“ segir Ásgeir, sem einnig fann upplýsingar utan landsteinanna sem ekki hafa áður komið fram. Hann segir heilræðin eina helstu perlu íslenskra viðskiptabókmennta. Áður en Schrader birtist hér skyndilega árið 1912 hafði starfað á verðbréfamarkaðinum á Wall Street í 35 ár og stórefnast, en hingað kom hann frá Englandi. Þá þegar er hann talinn hafa verið haldinn einhverjum hrörnunarsjúkdómi, sem farinn var að herja verulega á hann undir það síðasta. Sem dæmi um heilræði Schraders má ef til vill grípa niður í inngangi kaflans um peninga. „Borgaðu skuldir þínar á réttum tíma ef þú getur. Haltu aldrei peningum fyrir viðskiftavini þínum, því peningarnir eru hans, meðan þú ekki hefur greitt skuldir þínar. Skilvís borgun tryggir greið viðskifti og gott lánstraust. Sein borgun vekur tortrygni og óánægju,“ segir þar og undir almennu heilræðum er eftirfarandi, sem átt gæti heima í hvaða samningatæknikennslubók sem er: „Þegar þú átt í ágreiningi, sem þú vilt lagfæra, settu þig í spor þess manns, sem þú átt í ágreiningi við, og reyndu að hugleiða málið frá hans sjónarmiði, mæt honum síðan miðja vegu.
Fréttir Héðan og þaðan Innlent Viðskipti Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira