Líkur á hærri stýrivöxtum í Bandaríkjunum 27. ágúst 2008 09:32 Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, í þungum þönkum. Mynd/AFP Þegar næst verður hreyft við stýrivöxtum í Bandaríkjunum þá verða þeir hækkaðir. Þetta kemur fram í minnipunktum af síðasta vaxtaákvörðunarfundi bandaríska seðlabankans í síðasta mánuði, sem birtir voru í gær. Ekki liggur þó fyrir hvenær ákvörðun um slíkt mun verða tekin en reiknað er með óbreyttum stýrivöxtum vestanhafs fram í nóvember. Seðlabanki Bandaríkjanna ákvað í byrjun þessa mánaðar að halda stýrivöxtum óbreyttum í tveimur prósentum. Í minnipunktunum kemur fram að þótt menn telji nauðsynlegt að auka aðhald í peningamálum eftir snarpa lækkun stýrivaxta þá greini á um verðbólguvæntingar. Verðbólga í Vesturheimi hefur aukist nokkuð samhliða stýrivaxtalækkun síðastliðið árið. Á sama tíma hefur verð á hrávöru verið að lækka síðustu vikurnar eftir að hafa staðið í hæstu hæðum sem reiknað er með að geti dregið úr verðbólgu. Helstu áhættuþættirnir liggja hins vegar í fjármála- og húsnæðisgeiranum en óvíst er hvort lausafjárkreppan sé að renna sitt skeið eða muni halda áfram og jafnvel verða dýpri. Reynist fjármálakreppan dýpri og erfiðari megi reikna með því að aðstæður á húsnæðismarkaði versni frekar, hefur Bloomberg-fréttastofan eftir sérfræðingum í málefnum bandaríska seðlabankans. Fjármálaóstöðugleikinn hefur að sama skapi valdið óvissu í atvinnumálum en tæp hálf milljón Bandaríkjamanna hefur misst vinnuna frá áramótum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Þegar næst verður hreyft við stýrivöxtum í Bandaríkjunum þá verða þeir hækkaðir. Þetta kemur fram í minnipunktum af síðasta vaxtaákvörðunarfundi bandaríska seðlabankans í síðasta mánuði, sem birtir voru í gær. Ekki liggur þó fyrir hvenær ákvörðun um slíkt mun verða tekin en reiknað er með óbreyttum stýrivöxtum vestanhafs fram í nóvember. Seðlabanki Bandaríkjanna ákvað í byrjun þessa mánaðar að halda stýrivöxtum óbreyttum í tveimur prósentum. Í minnipunktunum kemur fram að þótt menn telji nauðsynlegt að auka aðhald í peningamálum eftir snarpa lækkun stýrivaxta þá greini á um verðbólguvæntingar. Verðbólga í Vesturheimi hefur aukist nokkuð samhliða stýrivaxtalækkun síðastliðið árið. Á sama tíma hefur verð á hrávöru verið að lækka síðustu vikurnar eftir að hafa staðið í hæstu hæðum sem reiknað er með að geti dregið úr verðbólgu. Helstu áhættuþættirnir liggja hins vegar í fjármála- og húsnæðisgeiranum en óvíst er hvort lausafjárkreppan sé að renna sitt skeið eða muni halda áfram og jafnvel verða dýpri. Reynist fjármálakreppan dýpri og erfiðari megi reikna með því að aðstæður á húsnæðismarkaði versni frekar, hefur Bloomberg-fréttastofan eftir sérfræðingum í málefnum bandaríska seðlabankans. Fjármálaóstöðugleikinn hefur að sama skapi valdið óvissu í atvinnumálum en tæp hálf milljón Bandaríkjamanna hefur misst vinnuna frá áramótum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira