Undir þann græna hlíða Einar Már Jónsson skrifar 19. nóvember 2008 06:00 Einn af þeim forkólfum franskra sósíalista sem Nikulás Sarkozy reyndi að veiða í sitt net eftir að hann var kjörinn forseti, var Dominique Strauss-Kahn, og var honum boðið að verða yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Blaðamenn voru ekki í neinum vafa um það hvað vekti fyrir forsetanum: hann vildi koma þeim manni burt úr frönskum stjórnmálum sem þá var talinn einn af sterkustu leiðtogum stjórnarandstöðunnar; hann var sá sósíalistinn sem hafði gengið einna lengst í að sverja af sér allar leifar af sósíalisma og vinstri stefnu og aðhyllast frjálshyggju, og eins og vindáttin var á þeim tíma þótti það vænlegt til frama, því þá var ekki hægt að ásaka hann um „sovétisma" eins og suma aðra sósíalista (sem þó var mjög óréttlátt, þeir voru allir á sömu brautinni). @Megin-Ol Idag 8,3p :En um leið og þetta komst á dagskrá fóru blaðamenn einnig að nefna undir rós og í hálfkveðnum vísum vandamál eitt sem Strauss-Kahn á við að stríða og almenningur hafði þá lengi haft á milli tannanna, en það var puttavandamálið. Hinn mikli kratabroddur er nefnilega með þeim ósköpum fæddur, að ef einhver kona kemur í seilingarfjarlægð, fara puttarnir ósjálfrátt af stað og byrja að þreifa á ýmsum líkamshlutum hennar. Komu nú upp á yfirborðið sögur um þrautreyndar blaðakonur sem höfðu margsinnis komist í hann krappan á löngum ferli og voru þó aumar og kjökrandi eftir að hafa átt viðtal við sósíalistaleiðtogann um sérsvið hans, efnahagsmálin. Þessar sögur sögðu blaðamennirnir nú alls ekki Strauss-Kahn til hnjóðs heldur af því að þeir höfðu sárar áhyggjur af velferð hans í þessari nýju stöðu, og þeir spurðu í angist sinni: hvernig fer nú fyrir honum í þeirri siðavöndu borg, Washington? (En það var þeirra orðalag). Fáeinir gátu þess jafnvel til að þarna ætlaði Sarkozy að leiða Strauss-Kahn í lymskulega gildru, hann teldi ólíklegt að franski kratinn gæti setið á strák sínum þótt hann væri kominn í þessa háu stöðu, ferli hans vestra myndi þá lykta með einhverju reginhneyksli, og þá væri hann laus við þennan hættulega andstæðing ekki einungis meðan hann væri vestanhafs heldur um aldur og æfi, um það myndu keppinautar hans innan sósíalistaflokksins sjá. Því er ekki hægt að segja annað en að Strauss-Kahn hafi verið varaður við og gildran teiknuð fyrir honum og útmáluð. En sírenusöngur Sarkozys verður nú svo ísmeygilegur að þar kemur að Strauss-Kahn vill sig til Washington gá undir þann græna hlíða. Þar tekur hann við sínu embætti og þótt hann eigi við harða andstæðinga að etja, sem vildu ekki sjá Fransmann sem yfirmann Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, er ekki annað að sjá en honum hafi vegnað nokkuð vel í stöðunni, enda sem fiskur í sjó meðal annarra frjálshyggjumanna. En hafi útreikningur Sarkozys verið sá sem hér að framan greinir, fór allt eins og forsetinn hafði séð fyrir, Strauss-Kahn heldur sig við sama heygarðshornið, því svo sárliga gjörir honum að stá undir þann græna hlíða; um síðir er hann orðinn ber að legorði með einni ungverskri sem starfaði þá undir hans stjórn en tók eftir það við öðru og mjög háu embætti annars staðar. Vandinn var reyndar ekki legorðsmálið sjálft, þótt það væri í meira lagi klúðurslegt, heldur hitt hvort Strauss-Kahn hefði á einhvern hátt misnotað stöðu sína, t.d. til að koma konunni í nýja embættið sem hefði þá verið beðgjald. Fyrir yfirsjón af þessu tagi þurfti Paul Wolfowitz, forseti alþjóðabankans, að víkja úr stöðu sinni fyrir rúmu ári, og hún var tvímælalaust brottrekstrarsök fyrir Strauss-Kahn ef á hann sannaðist. Rannsóknarnefnd var sett í málið, og hefði Strauss-Kahn viljað að það yrði útkljáð í kyrrþey, en slíkt var borin von, því þar dunar undir sem hofmennirnir ríða. Af þessu öllu varð allmikill hvellur sem andstæðingar hans, einkum Rússar en þó líka ýmsir Bandaríkjamenn, tóku góðfúslega að sér að bergmála út um alla heimsbyggðina. Rannsóknarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að Strauss-Kahn hefði ekki misnotað stöðu sína, þannig að hann sleppur nú með skrekkinn og nokkuð stranga ávítun. En svo er að sjá að eftir þessi mál standi hann höllum fæti, fjalaköttur Sarkozys reyndist kannske ekki dauðagildra en gaf lamandi högg. En nú vill svo til að síðan Frakklandsforseti spennti upp þessa gildru sína hefur margt gerst og það er komin kreppa um víða veröld. Sarkozy hefur sínar hugmyndir um hvernig leysa megi vandann, og eru þær sennilega ekki vitlausari en sumt annað, en margir eru þeim andvígir, og því þarf hann mjög á stuðningi að halda. Einn af þeim sem hann átti að geta treyst sig á og var óneitanlega í lykilstöðu var Dominique Strauss-Kahn, en eftir þessi æfintýri er hætt við að lítið gagn verði að honum. Því sannast nú á Sarkozy hið fornkveðna, sér grefur gröf þótt grafi öðrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Már Jónsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Einn af þeim forkólfum franskra sósíalista sem Nikulás Sarkozy reyndi að veiða í sitt net eftir að hann var kjörinn forseti, var Dominique Strauss-Kahn, og var honum boðið að verða yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Blaðamenn voru ekki í neinum vafa um það hvað vekti fyrir forsetanum: hann vildi koma þeim manni burt úr frönskum stjórnmálum sem þá var talinn einn af sterkustu leiðtogum stjórnarandstöðunnar; hann var sá sósíalistinn sem hafði gengið einna lengst í að sverja af sér allar leifar af sósíalisma og vinstri stefnu og aðhyllast frjálshyggju, og eins og vindáttin var á þeim tíma þótti það vænlegt til frama, því þá var ekki hægt að ásaka hann um „sovétisma" eins og suma aðra sósíalista (sem þó var mjög óréttlátt, þeir voru allir á sömu brautinni). @Megin-Ol Idag 8,3p :En um leið og þetta komst á dagskrá fóru blaðamenn einnig að nefna undir rós og í hálfkveðnum vísum vandamál eitt sem Strauss-Kahn á við að stríða og almenningur hafði þá lengi haft á milli tannanna, en það var puttavandamálið. Hinn mikli kratabroddur er nefnilega með þeim ósköpum fæddur, að ef einhver kona kemur í seilingarfjarlægð, fara puttarnir ósjálfrátt af stað og byrja að þreifa á ýmsum líkamshlutum hennar. Komu nú upp á yfirborðið sögur um þrautreyndar blaðakonur sem höfðu margsinnis komist í hann krappan á löngum ferli og voru þó aumar og kjökrandi eftir að hafa átt viðtal við sósíalistaleiðtogann um sérsvið hans, efnahagsmálin. Þessar sögur sögðu blaðamennirnir nú alls ekki Strauss-Kahn til hnjóðs heldur af því að þeir höfðu sárar áhyggjur af velferð hans í þessari nýju stöðu, og þeir spurðu í angist sinni: hvernig fer nú fyrir honum í þeirri siðavöndu borg, Washington? (En það var þeirra orðalag). Fáeinir gátu þess jafnvel til að þarna ætlaði Sarkozy að leiða Strauss-Kahn í lymskulega gildru, hann teldi ólíklegt að franski kratinn gæti setið á strák sínum þótt hann væri kominn í þessa háu stöðu, ferli hans vestra myndi þá lykta með einhverju reginhneyksli, og þá væri hann laus við þennan hættulega andstæðing ekki einungis meðan hann væri vestanhafs heldur um aldur og æfi, um það myndu keppinautar hans innan sósíalistaflokksins sjá. Því er ekki hægt að segja annað en að Strauss-Kahn hafi verið varaður við og gildran teiknuð fyrir honum og útmáluð. En sírenusöngur Sarkozys verður nú svo ísmeygilegur að þar kemur að Strauss-Kahn vill sig til Washington gá undir þann græna hlíða. Þar tekur hann við sínu embætti og þótt hann eigi við harða andstæðinga að etja, sem vildu ekki sjá Fransmann sem yfirmann Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, er ekki annað að sjá en honum hafi vegnað nokkuð vel í stöðunni, enda sem fiskur í sjó meðal annarra frjálshyggjumanna. En hafi útreikningur Sarkozys verið sá sem hér að framan greinir, fór allt eins og forsetinn hafði séð fyrir, Strauss-Kahn heldur sig við sama heygarðshornið, því svo sárliga gjörir honum að stá undir þann græna hlíða; um síðir er hann orðinn ber að legorði með einni ungverskri sem starfaði þá undir hans stjórn en tók eftir það við öðru og mjög háu embætti annars staðar. Vandinn var reyndar ekki legorðsmálið sjálft, þótt það væri í meira lagi klúðurslegt, heldur hitt hvort Strauss-Kahn hefði á einhvern hátt misnotað stöðu sína, t.d. til að koma konunni í nýja embættið sem hefði þá verið beðgjald. Fyrir yfirsjón af þessu tagi þurfti Paul Wolfowitz, forseti alþjóðabankans, að víkja úr stöðu sinni fyrir rúmu ári, og hún var tvímælalaust brottrekstrarsök fyrir Strauss-Kahn ef á hann sannaðist. Rannsóknarnefnd var sett í málið, og hefði Strauss-Kahn viljað að það yrði útkljáð í kyrrþey, en slíkt var borin von, því þar dunar undir sem hofmennirnir ríða. Af þessu öllu varð allmikill hvellur sem andstæðingar hans, einkum Rússar en þó líka ýmsir Bandaríkjamenn, tóku góðfúslega að sér að bergmála út um alla heimsbyggðina. Rannsóknarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að Strauss-Kahn hefði ekki misnotað stöðu sína, þannig að hann sleppur nú með skrekkinn og nokkuð stranga ávítun. En svo er að sjá að eftir þessi mál standi hann höllum fæti, fjalaköttur Sarkozys reyndist kannske ekki dauðagildra en gaf lamandi högg. En nú vill svo til að síðan Frakklandsforseti spennti upp þessa gildru sína hefur margt gerst og það er komin kreppa um víða veröld. Sarkozy hefur sínar hugmyndir um hvernig leysa megi vandann, og eru þær sennilega ekki vitlausari en sumt annað, en margir eru þeim andvígir, og því þarf hann mjög á stuðningi að halda. Einn af þeim sem hann átti að geta treyst sig á og var óneitanlega í lykilstöðu var Dominique Strauss-Kahn, en eftir þessi æfintýri er hætt við að lítið gagn verði að honum. Því sannast nú á Sarkozy hið fornkveðna, sér grefur gröf þótt grafi öðrum.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun