Franck Ribery greindi frá því í samtali við þýska fjölmiðla að hann dreymir um að spila einn daginn fyrir eitt af stærtu knattspyrnufélögum heimsins.
Félög sem eru nefnd í því samhengi eru til að mynda Barcelona, Real Madrid, Manchester United og Chelsea.
Ribery kom til Bayern München árið 2007 og eru litlar sem engar líkur taldar á því að hann muni fara frá félaginu nú þegar að félagaskiptaglugginn opnar í janúar.
Ribery sagði sjálfur að hann teldi sig eiga fullt erindi í stærstu félög heims og líkti sjálfum sér við Lionel Messi, leikmann Barcelona.
„Ég tel Messi vera fremsta leikmann heims. Ég held að við séum með svipaðan leikstíl - við spilum fyrir allt liðið," sagði Ribery.