Gott skrið Þorsteinn Pálsson skrifar 3. september 2008 06:15 Það er nýr háttur á Alþingi að koma saman í septemberbyrjun til að ljúka afgreiðslu óútræddra mála frá liðnu vori. Áður þurfti að byrja slíkar umræður að nýju við upphaf næsta þings. Nú er unnt að taka til við þær þar sem frá var horfið. Þetta losar lítið eitt um þá tímaspennitreyju sem þingumræður festast í á hverju vori. Eins og viðgangur þjóðlífsins hefur verið er álitaefni hvort rök standa yfir höfuð til að skipta kjörtímabilinu upp í sjálfstæð þing. Störf þingsins gætu orðið enn skilvirkari með því að hverfa frá þessari gömlu hefð ef einföld leið fyndist til að afskrifa þau mál sem ekki hafa fylgi. Til þess að þetta megi verða þarf væntanlega að breyta stjórnarskránni. En það er verðugt umhugsunarefni. Breytingar sem gerðar voru á þingsköpum fyrr á þessu ári fólu í sér takmarkanir á málþófsmöguleikum. Þær hafa bætt umræður í þinginu. Ýmsir óttuðust að möguleikar stjórnarandstöðunnar til að koma skilaboðum á framfæri við þjóðina myndu þrengjast við þetta. Sú hefur ekki orðið raunin. Umræðurnar eru einfaldlega beinskeyttari. Forsætisnefndin hefur kunngert opnun á störfum þingnefnda. Þær geta nú kallað ráðherra til samráðs eða yfirheyrslu um mikilvæg mál í heyranda hljóði. Fari svo að yfirborðskenndar utandagskrárumræður í þingsal færist yfir á þennan vettvang má reikna með að þær verði bæði dýpri og beittari en þó umfram allt meira upplýsandi. Takist vel til getur þessi háttur oðrið liður í markvissara aðhaldi að framkvæmdavaldinu. Árangurinn gæti birst í sterkara þingi. Formaður utanríkisnefndar hefur réttilega vakið athygli á umfjöllunarleysi Alþingis um nýjar gerðir og reglur Evrópusambandsins sem hér fá lagagildi. Þetta er alvarleg brotalöm í þingstörfunum. Í ljósi þeirra róttæku breytinga sem forseti þingsins hefur þegar komið fram væri þetta viðfangsefni rökréttur næsti áfangi í umbótastarfinu. Upplýst hefur verið að forsætisnefnd vinni nú að reglum sem þingmenn geti farið eftir til að upplýsa um hagsmunatengsl sem rétt þykir að séu kunn og opinber. Vel fer á því. En mikilvægt er að hafa í huga að staða alþingismanna er í eðli sínu önnur en embættismanna. Frelsi kjósenda til að velja þá sem þeim sýnist til setu á Alþingi verður ekki skert með vanhæfisreglum. Þeir eiga einfaldlega rétt á að velja menn til setu á Alþingi til þess að verja þá hagsmuni sem þeir telja brýnasta hverju sinni og hver eftir sínu höfði. Hitt er annað að miklu skiptir fyrir lýðræðislega umræðu og allt mat á störfum þingmanna að skoðanir þeirra séu kunnar. Að sama skapi getur verið þörf á að hagsmunatengsl þeirra séu gegnsæ. Því hafa skráningarreglur þar um víða verið settar. Að ýmsu er að hyggja í því sambandi. Er gagn af þeim nái þær ekki til maka? Sums staðar hefur það á hinn veginn verið talið andstætt jafnréttisreglum að kalla eftir slíkum upplýsingum. Er gagn af eignaskráningu ef skuldaskráning fylgir ekki? Eiga reglur af þessu tagi að ná til annarra? Nefna má sveitarstjórnarmenn, forseta Íslands og jafnvel ábyrgðarmenn fjölmiðla. Umræður um þetta viðfangsefni og þær breytingar sem þegar eru ráðnar sýna að forseti Alþingis, Sturla Böðvarsson, er á góðu skriði við að laga starfshættina að nýjum tímum og nýjum kröfum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun
Það er nýr háttur á Alþingi að koma saman í septemberbyrjun til að ljúka afgreiðslu óútræddra mála frá liðnu vori. Áður þurfti að byrja slíkar umræður að nýju við upphaf næsta þings. Nú er unnt að taka til við þær þar sem frá var horfið. Þetta losar lítið eitt um þá tímaspennitreyju sem þingumræður festast í á hverju vori. Eins og viðgangur þjóðlífsins hefur verið er álitaefni hvort rök standa yfir höfuð til að skipta kjörtímabilinu upp í sjálfstæð þing. Störf þingsins gætu orðið enn skilvirkari með því að hverfa frá þessari gömlu hefð ef einföld leið fyndist til að afskrifa þau mál sem ekki hafa fylgi. Til þess að þetta megi verða þarf væntanlega að breyta stjórnarskránni. En það er verðugt umhugsunarefni. Breytingar sem gerðar voru á þingsköpum fyrr á þessu ári fólu í sér takmarkanir á málþófsmöguleikum. Þær hafa bætt umræður í þinginu. Ýmsir óttuðust að möguleikar stjórnarandstöðunnar til að koma skilaboðum á framfæri við þjóðina myndu þrengjast við þetta. Sú hefur ekki orðið raunin. Umræðurnar eru einfaldlega beinskeyttari. Forsætisnefndin hefur kunngert opnun á störfum þingnefnda. Þær geta nú kallað ráðherra til samráðs eða yfirheyrslu um mikilvæg mál í heyranda hljóði. Fari svo að yfirborðskenndar utandagskrárumræður í þingsal færist yfir á þennan vettvang má reikna með að þær verði bæði dýpri og beittari en þó umfram allt meira upplýsandi. Takist vel til getur þessi háttur oðrið liður í markvissara aðhaldi að framkvæmdavaldinu. Árangurinn gæti birst í sterkara þingi. Formaður utanríkisnefndar hefur réttilega vakið athygli á umfjöllunarleysi Alþingis um nýjar gerðir og reglur Evrópusambandsins sem hér fá lagagildi. Þetta er alvarleg brotalöm í þingstörfunum. Í ljósi þeirra róttæku breytinga sem forseti þingsins hefur þegar komið fram væri þetta viðfangsefni rökréttur næsti áfangi í umbótastarfinu. Upplýst hefur verið að forsætisnefnd vinni nú að reglum sem þingmenn geti farið eftir til að upplýsa um hagsmunatengsl sem rétt þykir að séu kunn og opinber. Vel fer á því. En mikilvægt er að hafa í huga að staða alþingismanna er í eðli sínu önnur en embættismanna. Frelsi kjósenda til að velja þá sem þeim sýnist til setu á Alþingi verður ekki skert með vanhæfisreglum. Þeir eiga einfaldlega rétt á að velja menn til setu á Alþingi til þess að verja þá hagsmuni sem þeir telja brýnasta hverju sinni og hver eftir sínu höfði. Hitt er annað að miklu skiptir fyrir lýðræðislega umræðu og allt mat á störfum þingmanna að skoðanir þeirra séu kunnar. Að sama skapi getur verið þörf á að hagsmunatengsl þeirra séu gegnsæ. Því hafa skráningarreglur þar um víða verið settar. Að ýmsu er að hyggja í því sambandi. Er gagn af þeim nái þær ekki til maka? Sums staðar hefur það á hinn veginn verið talið andstætt jafnréttisreglum að kalla eftir slíkum upplýsingum. Er gagn af eignaskráningu ef skuldaskráning fylgir ekki? Eiga reglur af þessu tagi að ná til annarra? Nefna má sveitarstjórnarmenn, forseta Íslands og jafnvel ábyrgðarmenn fjölmiðla. Umræður um þetta viðfangsefni og þær breytingar sem þegar eru ráðnar sýna að forseti Alþingis, Sturla Böðvarsson, er á góðu skriði við að laga starfshættina að nýjum tímum og nýjum kröfum.