Í hádeginu var dregið í átta liða úrslit Eimskips-bikars karla í handbolta. Tveir stórleikir verða á dagskránni en FH og Haukar mætast í Hafnarfjarðarslag og þá mætast Fram og Valur.
FH - Haukar
Fram - Valur
Selfoss - Stjarnan
Stjarnan 2 - Grótta
Leikirnir verða 7. og 8. desember.