Sala á Woolworths í skoðun 19. nóvember 2008 08:49 Verið er að skoða sölu á smásöluhluta bresku verslanakeðjunni Woolworths. Mögulegt er að breska félagið Hilco Retail Investment kaupi verslunina á eitt pund, að sögn breska dagblaðsins Guardian. Viðskipti voru stöðvuð með bréf verslunarinnar í bresku kauphöllinni í dag. Í tilkynningu sem stjórn Woolworths sendi frá sér í dag segir að hún staðfesti að viðræður séu á fyrstu stigum um tilboð sem hafi borist í reksturinn. Ekki sé þó hægt að staðfesta að því verði tekið. Baugur á rúman tólf prósenta hlut í Woolworths og hefur ítrekað þrýst á uppstokkun í rekstrinum með það fyrir augum að bæta hallarekstur. Meðal annars skammaði Jón Ásgeir Jóhannesson, þá forstjóri Baugs, stjórnendur verslunarinnarinnar opinberlega á síðum Financial Times í apríl í fyrra. Þá gerðu Malcolm Walker, forstjóri matvörukeðjunnar Iceland, og Baugur saman tilboð í smásöluhluta Woolworths síðla sumars. Um var að ræða kaup á 800 verslunum keðjunnar. Málið mun hafa fengið ágætan meðbyr innan stjórnar Woolworths en vísað út af borðinu þegar fregnir af því láku í fjölmiðla. Þá þóttu kaupin fela í sér mikla uppstokkun á rekstrinum. Rekstur Woolworths hefur ekki gengið sem skildi í nokkur ár og var versluninni líkt við risaeðlu í útrýmingarhættu fyrr á þessu ári. Þar var Trevor Bish-Jones, fyrrverandi forstjóra, kennt um. Nýr forstjóri tók við skútunni í september. Hann hafði aðeins setið í forstjórastólnum í hálfan mánuð þegar hann lýsti því yfir að óstjórn væri á rekstrinum, sem hefði skilað hundrað milljóna punda tapi á fyrri hluta árs.Hilco, sem Guardian segir sérfræðinga í uppstokkun á rekstri fyrirtækja, hefur áður komið að málum hjá Baugi en félagið keypti rekstur bresku fatakeðjunnar MK One af Baugi í maí. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Verið er að skoða sölu á smásöluhluta bresku verslanakeðjunni Woolworths. Mögulegt er að breska félagið Hilco Retail Investment kaupi verslunina á eitt pund, að sögn breska dagblaðsins Guardian. Viðskipti voru stöðvuð með bréf verslunarinnar í bresku kauphöllinni í dag. Í tilkynningu sem stjórn Woolworths sendi frá sér í dag segir að hún staðfesti að viðræður séu á fyrstu stigum um tilboð sem hafi borist í reksturinn. Ekki sé þó hægt að staðfesta að því verði tekið. Baugur á rúman tólf prósenta hlut í Woolworths og hefur ítrekað þrýst á uppstokkun í rekstrinum með það fyrir augum að bæta hallarekstur. Meðal annars skammaði Jón Ásgeir Jóhannesson, þá forstjóri Baugs, stjórnendur verslunarinnarinnar opinberlega á síðum Financial Times í apríl í fyrra. Þá gerðu Malcolm Walker, forstjóri matvörukeðjunnar Iceland, og Baugur saman tilboð í smásöluhluta Woolworths síðla sumars. Um var að ræða kaup á 800 verslunum keðjunnar. Málið mun hafa fengið ágætan meðbyr innan stjórnar Woolworths en vísað út af borðinu þegar fregnir af því láku í fjölmiðla. Þá þóttu kaupin fela í sér mikla uppstokkun á rekstrinum. Rekstur Woolworths hefur ekki gengið sem skildi í nokkur ár og var versluninni líkt við risaeðlu í útrýmingarhættu fyrr á þessu ári. Þar var Trevor Bish-Jones, fyrrverandi forstjóra, kennt um. Nýr forstjóri tók við skútunni í september. Hann hafði aðeins setið í forstjórastólnum í hálfan mánuð þegar hann lýsti því yfir að óstjórn væri á rekstrinum, sem hefði skilað hundrað milljóna punda tapi á fyrri hluta árs.Hilco, sem Guardian segir sérfræðinga í uppstokkun á rekstri fyrirtækja, hefur áður komið að málum hjá Baugi en félagið keypti rekstur bresku fatakeðjunnar MK One af Baugi í maí.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent