Rembast Guðmundur Steingrímsson skrifar 6. september 2008 05:00 Það hvarflar óneitanlega að manni að ef ljósmæður hefðu haft einhver tök á því að keppa í grein sinni, helst á stóru ljósmæðramóti í útlöndum - þar sem þær hefðu unnið til verðlauna eftir æsispennandi keppni við t.d. franskar stallsystur sínar eða spænskar - að þá myndu kannski málefni ljósmæðra í yfirstandandi kjarabaráttu njóta meiri vinsælda hjá hinu opinbera. ÉG sé þetta fyrir mér. Samúel Örn á háa c-inu. Það glittir í koll. Sú franska er vonglöð, en svo gerist hið ótrúlega: Íslenska ljósmóðirin tekur á móti sínu barni á nýju heimsmeti í óaðfinnanlegri samvinnu ljósmóður og móður svo allt tryllist á áhorfendapöllunum. Íslendingar eru heimsmeistarar og hampa gullfylgjunni! LJÓSMÆÐURNAR okkar eru svo keyrðar niður að Arnarhóli þar sem ráðamenn bíða þeirra á stórum útipalli. Fjármálaráðherra fer í hljóðnemann og tilkynnir hátt og snjallt svo bergmálar í Arnarhvoli, að í ljósi glæsilegrar frammistöðu hafi ríkisstjórnin ákveðið að verða við kröfum ljósmæðra um leiðréttingu á launum sínum! Húrra! SVONA er komið fyrir þjóðfélaginu. Í stundarbrjálæði - og vissulega eðlilegri sigurvímu eftir frækilega frammistöðu íslenska landsliðsins í handbolta - snarar ríkisvaldið fram peningum eins og ekkert sé. Ég þykist vita að ríkisvaldinu finnist ferlega ómálefnalegt að gagnrýna þetta og setja þetta útspil í eitthvert samhengi, en ég verð samt að láta vaða: Ég get ekki komist hjá því að draga þá ályktun að þegar leikur og skemmtun sé annars vegar, þá séu til peningar, en þegar velferð og réttlæti hangi á spýtunni, sé féð af skornum skammti. ANNAR hópur finnur þetta viðhorf nú á eigin skinni. Breiðavíkurdrengirnir okkar, sem svo ættu auðvitað að kalla sig í þágu betri almannatengsla, naga sig sjálfsagt í handarbökin eins og ljósmæður yfir því að hafa ekki sett saman keppnislið, sem hefði getað haft sigur í einhverju erlendis. ÞESSI þjóð skuldar 10 þúsund milljarða í útlöndum eftir mesta kaupæðis- og neyslutímabil sögunnar. Þar kepptu víkingarnir okkar, svokölluðu, á erlendri grundu og höfðu sigur í kapphlaupum við sjálfa sig um að kaupa leikfangaverslanir og fleira. Nú er þjóðfélagið komið á annan endann út af eftirköstunum. Ríkisstjórnin þarf að redda og leiðrétta. Allir sveittir á enninu yfir því. ÉG þykist vita að innan ríkisstjórnarinnar séu aðilar sem vilja ekki skrifa undir þessar áherslur, að réttlæti og velferð sitji á hakanum. Nú þurfa nýjar áherslur að fæðast. Til þess þarf kannski að rembast smá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun
Það hvarflar óneitanlega að manni að ef ljósmæður hefðu haft einhver tök á því að keppa í grein sinni, helst á stóru ljósmæðramóti í útlöndum - þar sem þær hefðu unnið til verðlauna eftir æsispennandi keppni við t.d. franskar stallsystur sínar eða spænskar - að þá myndu kannski málefni ljósmæðra í yfirstandandi kjarabaráttu njóta meiri vinsælda hjá hinu opinbera. ÉG sé þetta fyrir mér. Samúel Örn á háa c-inu. Það glittir í koll. Sú franska er vonglöð, en svo gerist hið ótrúlega: Íslenska ljósmóðirin tekur á móti sínu barni á nýju heimsmeti í óaðfinnanlegri samvinnu ljósmóður og móður svo allt tryllist á áhorfendapöllunum. Íslendingar eru heimsmeistarar og hampa gullfylgjunni! LJÓSMÆÐURNAR okkar eru svo keyrðar niður að Arnarhóli þar sem ráðamenn bíða þeirra á stórum útipalli. Fjármálaráðherra fer í hljóðnemann og tilkynnir hátt og snjallt svo bergmálar í Arnarhvoli, að í ljósi glæsilegrar frammistöðu hafi ríkisstjórnin ákveðið að verða við kröfum ljósmæðra um leiðréttingu á launum sínum! Húrra! SVONA er komið fyrir þjóðfélaginu. Í stundarbrjálæði - og vissulega eðlilegri sigurvímu eftir frækilega frammistöðu íslenska landsliðsins í handbolta - snarar ríkisvaldið fram peningum eins og ekkert sé. Ég þykist vita að ríkisvaldinu finnist ferlega ómálefnalegt að gagnrýna þetta og setja þetta útspil í eitthvert samhengi, en ég verð samt að láta vaða: Ég get ekki komist hjá því að draga þá ályktun að þegar leikur og skemmtun sé annars vegar, þá séu til peningar, en þegar velferð og réttlæti hangi á spýtunni, sé féð af skornum skammti. ANNAR hópur finnur þetta viðhorf nú á eigin skinni. Breiðavíkurdrengirnir okkar, sem svo ættu auðvitað að kalla sig í þágu betri almannatengsla, naga sig sjálfsagt í handarbökin eins og ljósmæður yfir því að hafa ekki sett saman keppnislið, sem hefði getað haft sigur í einhverju erlendis. ÞESSI þjóð skuldar 10 þúsund milljarða í útlöndum eftir mesta kaupæðis- og neyslutímabil sögunnar. Þar kepptu víkingarnir okkar, svokölluðu, á erlendri grundu og höfðu sigur í kapphlaupum við sjálfa sig um að kaupa leikfangaverslanir og fleira. Nú er þjóðfélagið komið á annan endann út af eftirköstunum. Ríkisstjórnin þarf að redda og leiðrétta. Allir sveittir á enninu yfir því. ÉG þykist vita að innan ríkisstjórnarinnar séu aðilar sem vilja ekki skrifa undir þessar áherslur, að réttlæti og velferð sitji á hakanum. Nú þurfa nýjar áherslur að fæðast. Til þess þarf kannski að rembast smá.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun