REI: Verður aldrei það sem að var stefnt 23. apríl 2008 03:30 Ólík sýn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, fyrrverandi borgarstjóra, og Bjarna Ármannssonar, fyrrverandi stjórnarformanns REI, á staðreyndir tengdar tilurð og starfsemi Reykjavik Energy Invest kom berlega í ljós í viðtali hjá Helga Seljan í Kastljósi Sjónvarpsins síðasta haust. Markaðurinn/Völundur „REI málið var afskaplega lærdómsríkur ferill og eftir á liggur fyrir að hefðu málin farið með öðrum hætti þá hefðu þau getað farið á mun betri veg,“ segir Bjarni Ármannsson, sem var stjórnaformaður Reykjavik Energy Invest og ætlaði að taka þátt í uppbyggingu og útrás orkugeiranum þar sem byggt yrði á þekkingargrunni Orkuveitu Reykjavíkur og kallaðir til samstarfsaðilar úr einkageira. „Orkuveitan gat selt sinn hlut á einhverja 23 milljarða króna og ef samrunaferlið við Geysi Green Energy hefði náð fram að ganga hefði á þessum tíma verið hægt að ná í verulega fjármuni sem nýst hefðu getað núna þegar markaðsaðstæður eru þannig að þessir sömu fjármunir hafa mun meiri kaupgetu en þeir höfðu þá. En slíkar vangaveltur verða í sjálfu sér aldrei annað en akademískar,“ bætir Bjarni við og segir allan eftirleik REI-málsins sífellt minni keim bera af efnislegri umræðu og beri fremur merki persónulegra átaka. „En rykið er samt enn svo mikið í loftinu að erfitt er að átta sig nákvæmlega á hver staðan er.“ Bjarni segist hins vegar ekki telja að úr því sem komi sé geti aldrei orðið úr REI það sem að var stefnt. „Ég held hins vegar að þörfin til að nýta jarðvarma víða um heim og þekking okkar íslendinga á slíku sé óbreytt frá því sem áður var. En tækifæri Orkuveitu Reykjavíkur til að taka þátt í því, á þeim grunni sem lagt var upp með, er farið.“ Þarna spilar inn í að viðskiptahugmyndin að baki REI byggði að hluta á að hér á landi höfðu verið reist orkuver á sama tíma og hlé hafði orðið á slíkri uppbyggingu annars staðar. Þar með var hægt að sýna fjárfestum fram á ákveðna sérstöðu og forskot, en með auknum umsvifum í þessum geira í heiminum fjölgar þeim sem berjast um hituna og hafa orðið sér úti um reynslu í að takast á við aðstæður og vandmál sem upp kunna að koma við gerð jarðvarmavirkjana. „Þetta gerist nefnilega svo hratt,“ segir Bjarni og bendir á að árið 2002 hafi olíuverð staðið í 25 Bandaríkjadölum hver tunna, en sé nú komið í 115 dali. „Á þessum tíma höfum við verið að virkja jarðvarma bæði til húshitunar og raforkuframleiðslu og hafa Íslendingar auðvitað notið þess, meðan húshitunarkostnaður annars staðar rýkur upp vegna verðhækkunar á gasi og olíu.“ Bjarni telur hins vegar tækifærin enn til staðar til að nýta sérþekkingu sé hér hefur orðið til í orkugeira. „Og ég held að það verði verði gert þótt kannski verði það aðrir en þeir sem að var stefnt haustið 2007.“ Úttekt Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
„REI málið var afskaplega lærdómsríkur ferill og eftir á liggur fyrir að hefðu málin farið með öðrum hætti þá hefðu þau getað farið á mun betri veg,“ segir Bjarni Ármannsson, sem var stjórnaformaður Reykjavik Energy Invest og ætlaði að taka þátt í uppbyggingu og útrás orkugeiranum þar sem byggt yrði á þekkingargrunni Orkuveitu Reykjavíkur og kallaðir til samstarfsaðilar úr einkageira. „Orkuveitan gat selt sinn hlut á einhverja 23 milljarða króna og ef samrunaferlið við Geysi Green Energy hefði náð fram að ganga hefði á þessum tíma verið hægt að ná í verulega fjármuni sem nýst hefðu getað núna þegar markaðsaðstæður eru þannig að þessir sömu fjármunir hafa mun meiri kaupgetu en þeir höfðu þá. En slíkar vangaveltur verða í sjálfu sér aldrei annað en akademískar,“ bætir Bjarni við og segir allan eftirleik REI-málsins sífellt minni keim bera af efnislegri umræðu og beri fremur merki persónulegra átaka. „En rykið er samt enn svo mikið í loftinu að erfitt er að átta sig nákvæmlega á hver staðan er.“ Bjarni segist hins vegar ekki telja að úr því sem komi sé geti aldrei orðið úr REI það sem að var stefnt. „Ég held hins vegar að þörfin til að nýta jarðvarma víða um heim og þekking okkar íslendinga á slíku sé óbreytt frá því sem áður var. En tækifæri Orkuveitu Reykjavíkur til að taka þátt í því, á þeim grunni sem lagt var upp með, er farið.“ Þarna spilar inn í að viðskiptahugmyndin að baki REI byggði að hluta á að hér á landi höfðu verið reist orkuver á sama tíma og hlé hafði orðið á slíkri uppbyggingu annars staðar. Þar með var hægt að sýna fjárfestum fram á ákveðna sérstöðu og forskot, en með auknum umsvifum í þessum geira í heiminum fjölgar þeim sem berjast um hituna og hafa orðið sér úti um reynslu í að takast á við aðstæður og vandmál sem upp kunna að koma við gerð jarðvarmavirkjana. „Þetta gerist nefnilega svo hratt,“ segir Bjarni og bendir á að árið 2002 hafi olíuverð staðið í 25 Bandaríkjadölum hver tunna, en sé nú komið í 115 dali. „Á þessum tíma höfum við verið að virkja jarðvarma bæði til húshitunar og raforkuframleiðslu og hafa Íslendingar auðvitað notið þess, meðan húshitunarkostnaður annars staðar rýkur upp vegna verðhækkunar á gasi og olíu.“ Bjarni telur hins vegar tækifærin enn til staðar til að nýta sérþekkingu sé hér hefur orðið til í orkugeira. „Og ég held að það verði verði gert þótt kannski verði það aðrir en þeir sem að var stefnt haustið 2007.“
Úttekt Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira