Kaupþingsbréf stökkva upp í erlendri hækkanahrinu 8. september 2008 09:14 Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings. Mynd/Vilhelm Hlutabréf í Kaupþingi sem skráð eru á markað í Stokkhólmi í Svíþjóð hafa hækkað um 3,32 prósent það sem af er dags. Þetta er nokkuð í samræmi við þróunina á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum sem almennt einkennast af mikilli hækkun. Yfirtaka bandarískra stjórnvalda á hálfopinberu fasteignalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac skýrir hækkunina að langmestu leyti, segja fjármálaskýrendur í samtali við erlenda fjölmiðla. Breska ríkisútvarpið segir aðgerðir stjórnvalda vestanhafs geta snúið lausafjárþurrðinni til betri vegar og bætt aðstæður á fasteignamarkaði. Lausafjárþurrðin hefur nú valdið miklum vandræðum á bandarískum fasteignamarkaði í um ár. Háir vextir á fasteignalánum auk minna aðgengis að lánsfé hefur valdið miklum vanskilum á fasteignalánum með þeim afleiðingum að fasteignaverð hefur lækkað mikið, bæði í Bandaríkjunum og í Bretlandi, sem aftur hefur skilað sér í því að bankar og fjármálafyrirtæki hafa orðið að afskrifa háar upphæðir sem tengjast fasteignalánum úr bókum sínum. Nikkei-vísitalan í Japan rauk upp um 3,38 prósent. Þá var talsverð hækkun á öðrum mörkuðum. Á meginlandi Evrópu hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi hækkað um 3,81 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi um 3,37 prósent og Cac-40 vísitalan í Frakklandi um 4,41 prósent. Þá er sömuleiðis talsverð hækkun á norrænum mörkuðum. C-20 vísitalan í Kaupmannahöfn hefur hækkað um 3,61 prósent, vísitalan í kauphöllinni í Stokkhólmi hefur hækkað um 4,26 prósent, í Helsinki í Finnlandi um 3,32 prósent og Noregi um 4,15 prósent. Viðskipti í Kauphöllinni hér hefjast eftir rúman hálftíma. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hlutabréf í Kaupþingi sem skráð eru á markað í Stokkhólmi í Svíþjóð hafa hækkað um 3,32 prósent það sem af er dags. Þetta er nokkuð í samræmi við þróunina á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum sem almennt einkennast af mikilli hækkun. Yfirtaka bandarískra stjórnvalda á hálfopinberu fasteignalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac skýrir hækkunina að langmestu leyti, segja fjármálaskýrendur í samtali við erlenda fjölmiðla. Breska ríkisútvarpið segir aðgerðir stjórnvalda vestanhafs geta snúið lausafjárþurrðinni til betri vegar og bætt aðstæður á fasteignamarkaði. Lausafjárþurrðin hefur nú valdið miklum vandræðum á bandarískum fasteignamarkaði í um ár. Háir vextir á fasteignalánum auk minna aðgengis að lánsfé hefur valdið miklum vanskilum á fasteignalánum með þeim afleiðingum að fasteignaverð hefur lækkað mikið, bæði í Bandaríkjunum og í Bretlandi, sem aftur hefur skilað sér í því að bankar og fjármálafyrirtæki hafa orðið að afskrifa háar upphæðir sem tengjast fasteignalánum úr bókum sínum. Nikkei-vísitalan í Japan rauk upp um 3,38 prósent. Þá var talsverð hækkun á öðrum mörkuðum. Á meginlandi Evrópu hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi hækkað um 3,81 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi um 3,37 prósent og Cac-40 vísitalan í Frakklandi um 4,41 prósent. Þá er sömuleiðis talsverð hækkun á norrænum mörkuðum. C-20 vísitalan í Kaupmannahöfn hefur hækkað um 3,61 prósent, vísitalan í kauphöllinni í Stokkhólmi hefur hækkað um 4,26 prósent, í Helsinki í Finnlandi um 3,32 prósent og Noregi um 4,15 prósent. Viðskipti í Kauphöllinni hér hefjast eftir rúman hálftíma.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira