Fjárfestar glaðir með efnahagsráðgjafa vestanhafs 26. nóvember 2008 21:07 Miðlarar taka tölurnar niður á bandaríska hlutabréfamarkaðnum. Mynd/AP Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag. Hækkun olíuverðs og bjartsýni fjárfesta á að teymi efnahagsráðgjafa Baracks Obama, verðandi forseta landsins, muni takast að rétta efnahagslífið við eftir hamfarir síðustu mánuði. Þetta er fjórði dagurinn í röð sem helstu hutabréfavísitölur landsins enduðu í plús. Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um sjö prósent í dag og endaði í tæpum 54,5 dölum á fat. Þessi hækkun endurspeglaðist í gengi olíufélaga á borð við Exxon Mobil og Chevron. Exxon hækkaði um 2,5 prósent og Chevron um þrjú prósent.Þá bendir Bloomberg-fréttaveitan á að verulegur kippur hafi komið í kauphöllum vestanhafs eftir að Obama réð Paul Volcker, fyrrum seðlabankastjóra Bandaríkjanna, til að leiða ráðgjafanefnd í efnahagsmálum. Á meðal annarra manna í fylkingu Obama gegn hremmingum í efnahagsmálum landsins sem varað hafa í rúmt ár eru Tim Geithner, seðlabankastjóri New York-ríkis, sem mun taka við stól fjármálaráðherra af Henry Paulson á nýju ári og Lawrence Summers, sem verður aðalráðgjafi forsetans í efnahagsmálum.S&P 500-hlutabréfavísitalan, sem þykir endurspegla vel hreyfingar og stemningu á bandarískum hlutabréfamarkaði, hækkaði um 3,5 prósent og endaði í 887,68 stigum. Á fimmtudag í síðustu viku hafði hún ekki verið lægri í ellefu ár.Þá hækkaði Dow Jones-hlutabréfavísitalan, sem samanstendur af 30 umsvifamestu fyrirtækjum á bandarískum hlutabréfamarkaði, um 2,9 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag. Hækkun olíuverðs og bjartsýni fjárfesta á að teymi efnahagsráðgjafa Baracks Obama, verðandi forseta landsins, muni takast að rétta efnahagslífið við eftir hamfarir síðustu mánuði. Þetta er fjórði dagurinn í röð sem helstu hutabréfavísitölur landsins enduðu í plús. Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um sjö prósent í dag og endaði í tæpum 54,5 dölum á fat. Þessi hækkun endurspeglaðist í gengi olíufélaga á borð við Exxon Mobil og Chevron. Exxon hækkaði um 2,5 prósent og Chevron um þrjú prósent.Þá bendir Bloomberg-fréttaveitan á að verulegur kippur hafi komið í kauphöllum vestanhafs eftir að Obama réð Paul Volcker, fyrrum seðlabankastjóra Bandaríkjanna, til að leiða ráðgjafanefnd í efnahagsmálum. Á meðal annarra manna í fylkingu Obama gegn hremmingum í efnahagsmálum landsins sem varað hafa í rúmt ár eru Tim Geithner, seðlabankastjóri New York-ríkis, sem mun taka við stól fjármálaráðherra af Henry Paulson á nýju ári og Lawrence Summers, sem verður aðalráðgjafi forsetans í efnahagsmálum.S&P 500-hlutabréfavísitalan, sem þykir endurspegla vel hreyfingar og stemningu á bandarískum hlutabréfamarkaði, hækkaði um 3,5 prósent og endaði í 887,68 stigum. Á fimmtudag í síðustu viku hafði hún ekki verið lægri í ellefu ár.Þá hækkaði Dow Jones-hlutabréfavísitalan, sem samanstendur af 30 umsvifamestu fyrirtækjum á bandarískum hlutabréfamarkaði, um 2,9 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent