Landsliðskonan Margrét Lára Viðarsdóttir fer í næstu viku til sænska liðsins Linköpings þar sem hún mun skoða aðstæður hjá félaginu.
Fréttasíðan fotbolti.net greindi frá þessu í dag en sem kunnugt er ætlar Valskonan knáa að reyna fyrir sér erlendis á næstu leiktíð.
Þá mun Margrét ætla sér að fara til Bandaríkjanna að skoða aðstæður hjá kvennaliði Los Angeles.