Cristiano Ronaldo er á bekknum er Manchester United mætir Villarreal á Old Trafford í Meistaradeild Evrópu í kvöld.
Ronaldo fór í aðgerð í sumar og var fyrst búist við því að hann yrði frá fram í október. Hann hlaut þó skjótan bata og mun líklegast koma við sögu í leiknum í kvöld.
Annars er byrjunarlið United þannig skipað í kvöld:
Van der Sar; Neville, Ferdinand, Evans, Evra; Park, Fletcher, Hargreaves, Nani; Rooney, Tevez.
Varamenn: Foster, Brown, Ronaldo, Anderson, Giggs, Vidic og O'Shea.