Kalmar meistari - Sundsvall féll Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. nóvember 2008 15:59 Leikmenn Kalmar fagna marki. Nordic Photos / AFP Kalmar varð í dag sænskur meistari í knattspyrnu eftir að liðið gerði jafntefli í lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar í dag. Íslendingaliðin GIF Sundsvall og Norrköping féllu úr úrvalsdeildinni. Kalmar gerði jafntefli við Halmstad í dag, 2-2. Þar með varð liðið einu stigi á undan Helga Val Daníelssyni og félögum í Elfsborg sem unnu sinn leik í dag. Það hefði þó engu breytt ef Kalmar hefði tapað þar sem liðið er með betra markahlutfall en Elfsborg. Elfsborg lagði Gefle á útivelli, 2-1, en Helgi Valur Daníelsson lék allan leikinn í liði Elfsborg í dag eins og hann hefur langoftast gert allt tímabilið. Sundsvall tapaði í dag fyrir Malmö, 6-0, á útivelli og tókst þar með ekki að bjarga sér frá falli. Hefði Sundsvall unnið í dag hefði það dugað til að koma liðinu í umspil um laust sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn með Sundsvall í dag. Sverrir Garðarsson sat á varamannabekk liðsins og Hannes Þ. Sigurðsson var ekki í leikmannahópnum en báðir hafa þeir átt við meiðsli að stríða að undanförnu. IFK Gautaborg varð í þriðja sæti deildarinnar með 54 stig, tíu stigum á eftir meisturunum. Liðið tapaði fyrir Helsingborg í dag, 2-1, sem jafnaði þar með Gautaborg að stigum en er með lakara markahlutfall. Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn í liði Gautaborgar í dag en Hjálmar Jónsson var ekki í leikmannahópi liðsins. Né heldur Ólafur Ingi Skúlason hjá Helsingborg sem hefur verið lengi frá vegna meiðsla. Norrköping var þegar fallið fyrir lokaumferðina í dag en liðið varð í neðsta sæti deildarinnar. Norrköping kvaddi þó úrvalsdeildina með 5-2 sigri á Hammarby. Gunnar Þór Gunnarsson, sem áður lék með Hammarby, kom inn á sem varamaður í hálfleik í liði Norrköping, og lagði upp eitt mark sinna manna. Þetta var ekki nema fjórði sigur Norrköping á tímabilinu. Djurgården, lið Sigurðar Jónssonar þjálfara, tapaði í dag fyrir Trelleborg, 3-1 á heimavelli, og lauk keppni í tólfta sæti deildarinnar. GAIS tapaði fyrir AIK í dag, 2-0. Eyjólfur Héðinsson var ekki í leikmannahópi GAIS sem varð í ellefta sæti deildarinnar. Örgryte og Häcken tryggðu sér sæti í sænsku úrvalsdeildinni á dögunum og þá mætir Ljungskile, sem varð í þriðja neðsta sæti úrvalsdeildarinnar, liði Brommapojkarna sem varð í þriðja sæti B-deildarinnar, í tveimur leikjum um laust sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Leik lokið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Leik lokið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Leik lokið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Kalmar varð í dag sænskur meistari í knattspyrnu eftir að liðið gerði jafntefli í lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar í dag. Íslendingaliðin GIF Sundsvall og Norrköping féllu úr úrvalsdeildinni. Kalmar gerði jafntefli við Halmstad í dag, 2-2. Þar með varð liðið einu stigi á undan Helga Val Daníelssyni og félögum í Elfsborg sem unnu sinn leik í dag. Það hefði þó engu breytt ef Kalmar hefði tapað þar sem liðið er með betra markahlutfall en Elfsborg. Elfsborg lagði Gefle á útivelli, 2-1, en Helgi Valur Daníelsson lék allan leikinn í liði Elfsborg í dag eins og hann hefur langoftast gert allt tímabilið. Sundsvall tapaði í dag fyrir Malmö, 6-0, á útivelli og tókst þar með ekki að bjarga sér frá falli. Hefði Sundsvall unnið í dag hefði það dugað til að koma liðinu í umspil um laust sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn með Sundsvall í dag. Sverrir Garðarsson sat á varamannabekk liðsins og Hannes Þ. Sigurðsson var ekki í leikmannahópnum en báðir hafa þeir átt við meiðsli að stríða að undanförnu. IFK Gautaborg varð í þriðja sæti deildarinnar með 54 stig, tíu stigum á eftir meisturunum. Liðið tapaði fyrir Helsingborg í dag, 2-1, sem jafnaði þar með Gautaborg að stigum en er með lakara markahlutfall. Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn í liði Gautaborgar í dag en Hjálmar Jónsson var ekki í leikmannahópi liðsins. Né heldur Ólafur Ingi Skúlason hjá Helsingborg sem hefur verið lengi frá vegna meiðsla. Norrköping var þegar fallið fyrir lokaumferðina í dag en liðið varð í neðsta sæti deildarinnar. Norrköping kvaddi þó úrvalsdeildina með 5-2 sigri á Hammarby. Gunnar Þór Gunnarsson, sem áður lék með Hammarby, kom inn á sem varamaður í hálfleik í liði Norrköping, og lagði upp eitt mark sinna manna. Þetta var ekki nema fjórði sigur Norrköping á tímabilinu. Djurgården, lið Sigurðar Jónssonar þjálfara, tapaði í dag fyrir Trelleborg, 3-1 á heimavelli, og lauk keppni í tólfta sæti deildarinnar. GAIS tapaði fyrir AIK í dag, 2-0. Eyjólfur Héðinsson var ekki í leikmannahópi GAIS sem varð í ellefta sæti deildarinnar. Örgryte og Häcken tryggðu sér sæti í sænsku úrvalsdeildinni á dögunum og þá mætir Ljungskile, sem varð í þriðja neðsta sæti úrvalsdeildarinnar, liði Brommapojkarna sem varð í þriðja sæti B-deildarinnar, í tveimur leikjum um laust sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Leik lokið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Leik lokið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Leik lokið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira