Á flótta undan réttvísinni 23. október 2008 06:00 Shia LaBeouf og Michelle Monaghan í kröppum dansi í myndinni Eagle Eye. Frumsýnd verður hér á landi um helgina kvikmyndin Eagle Eye, sem skartar þeim Shia LaBeouf og Michelle Monaghan í aðalhlutverkum. Í myndinni Eagle Eye kynnast áhorfendur letingjanum Jerry sem verður fyrir því óláni að missa tvíburabróður sinn í bílslysi. Í kjölfarið fara undarlegir atburðir að gerast; íbúð Jerrys fyllist af sprengiefni og vopnum og bandaríska alríkislögreglan handtekur hann. Hjálp berst honum þó frá óþekktri kvenmannsrödd í síma sem aðstoðar hann við að flýja frá lögreglunni. Á sama tíma berst einstæðu móðurinni Rachel, sem Michelle Monaghan leikur, símtal þar sem líf sonar hennar er sagt í hættu nema hún hlýði fyrirmælum hringjandans í einu og öllu. Röddin í símanum leiðir þau Jerry og Rachel saman og setur þeim fyrir ýmis vandmeðfarin verkefni sem leiða þau á endanum til Washington D.C., en þar verður tengingin við bróður Jerrys sem og skelfileg áform raddarinnar loks ljós. Ekki hefur mikið borið á aðalleikurum myndarinnar, þeim Michelle Monaghan og Shia LeBeouf, fram að þessu, en hugsanlega verður breyting á högum þeirra í kjölfar Eagle Eye. Shia LeBeouf kannast þó kannski sumir við úr kvikmyndinni Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull sem sýnd var í kvikmyndahúsum hér á landi í byrjun sumars, en þar fór hann með hlutverk sonar sjálfs Indiana Jones. Stærsta hlutverk Michelle Monaghan fram til þessa var í myndinni Gone Baby Gone þar sem hún lék á móti Casey Affleck, en íslenskir bíógestir gætu hafa séð henni bregða fyrir í myndinni Made of Honor sem hér var sýnd í sumar. Leikstjóri Eagle Eye er D.J. Caruso, en hann á að baki myndirnar Disturbia og The Salton Sea, ásamt því að hafa leikstýrt sjónvarpsþáttum á borð við The Shield og Robbery Homicide Division. Caruso hefur því talsverða reynslu af því að skapa ímyndaðan heim glæpamennsku og löggæslu sem hann nýtti sér eflaust við vinnslu þessarar nýjustu kvikmyndar sinnar. Eagle Eye hefur hlotið misjafna dóma í erlendum miðlum; á vefsíðunni www.imdb.com fær hún 6,9 af tíu mögulegum en hjá www.rottentomatoes.com fær hún einkunnina 29%. Það má því leiða að því líkur að myndin falli vel í kramið hjá forföllnum aðdáendum hasarmynda, en fari ef til vill fyrir ofan garð og neðan hjá öðrum. Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Frumsýnd verður hér á landi um helgina kvikmyndin Eagle Eye, sem skartar þeim Shia LaBeouf og Michelle Monaghan í aðalhlutverkum. Í myndinni Eagle Eye kynnast áhorfendur letingjanum Jerry sem verður fyrir því óláni að missa tvíburabróður sinn í bílslysi. Í kjölfarið fara undarlegir atburðir að gerast; íbúð Jerrys fyllist af sprengiefni og vopnum og bandaríska alríkislögreglan handtekur hann. Hjálp berst honum þó frá óþekktri kvenmannsrödd í síma sem aðstoðar hann við að flýja frá lögreglunni. Á sama tíma berst einstæðu móðurinni Rachel, sem Michelle Monaghan leikur, símtal þar sem líf sonar hennar er sagt í hættu nema hún hlýði fyrirmælum hringjandans í einu og öllu. Röddin í símanum leiðir þau Jerry og Rachel saman og setur þeim fyrir ýmis vandmeðfarin verkefni sem leiða þau á endanum til Washington D.C., en þar verður tengingin við bróður Jerrys sem og skelfileg áform raddarinnar loks ljós. Ekki hefur mikið borið á aðalleikurum myndarinnar, þeim Michelle Monaghan og Shia LeBeouf, fram að þessu, en hugsanlega verður breyting á högum þeirra í kjölfar Eagle Eye. Shia LeBeouf kannast þó kannski sumir við úr kvikmyndinni Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull sem sýnd var í kvikmyndahúsum hér á landi í byrjun sumars, en þar fór hann með hlutverk sonar sjálfs Indiana Jones. Stærsta hlutverk Michelle Monaghan fram til þessa var í myndinni Gone Baby Gone þar sem hún lék á móti Casey Affleck, en íslenskir bíógestir gætu hafa séð henni bregða fyrir í myndinni Made of Honor sem hér var sýnd í sumar. Leikstjóri Eagle Eye er D.J. Caruso, en hann á að baki myndirnar Disturbia og The Salton Sea, ásamt því að hafa leikstýrt sjónvarpsþáttum á borð við The Shield og Robbery Homicide Division. Caruso hefur því talsverða reynslu af því að skapa ímyndaðan heim glæpamennsku og löggæslu sem hann nýtti sér eflaust við vinnslu þessarar nýjustu kvikmyndar sinnar. Eagle Eye hefur hlotið misjafna dóma í erlendum miðlum; á vefsíðunni www.imdb.com fær hún 6,9 af tíu mögulegum en hjá www.rottentomatoes.com fær hún einkunnina 29%. Það má því leiða að því líkur að myndin falli vel í kramið hjá forföllnum aðdáendum hasarmynda, en fari ef til vill fyrir ofan garð og neðan hjá öðrum.
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira