Eftirminnilegt svar 10. apríl 2008 10:45 Ég var við það að gleypa mína eyfirsku tungu þegar ég heyrði félaga Jón Rögnvaldsson vegamálastjóra svara til um ástæður þess í Íslandi í dag í gær að ófremdarsástand ríkti á vegarkaflanum millum Voga og afleggjarans til Grindavíkur. Svarið: Svo flókin aðgerð ... Ja svo! Ég hef keyrt þennan vegarkafla margsinnis á síðustu mánuðum og jafnan furðar mig á þeim misvísandi vegaskiltum og steinstólpum sem þar hefur verið skáskotið á milli reina. Þvílíkt kaos. Mánuðum saman. Árum saman. Óvíða eru ökumenn afvegaleiddir jafn rækilega. Í þessum efnum er brotavilji Vegagerðarinnar einbeittur. Hún ber jú ábyrgðina. Svo flókin aðgerð, já ... Það þurfti hvert slysið af öðru ... svo að segja í námunda við banaslys ... til að hreyfa við embættismönnum sem hafa ekki hreyft sig af skrifstofunum af því aðgerðin er svo flókin. Það er náttúrlega til einskis að spyrja um ábyrgð. Hitt veit ég, að ég og allur almenningur væri sektaður fyrir viðlíka framferði í umferðinni og vegagerðin kemst upp með ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Stígum stærri og róttækari græn skref í Reykjavík Líf Magneudóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öruggari Reykjavík Svala Hjörleifsdóttir Skoðun
Ég var við það að gleypa mína eyfirsku tungu þegar ég heyrði félaga Jón Rögnvaldsson vegamálastjóra svara til um ástæður þess í Íslandi í dag í gær að ófremdarsástand ríkti á vegarkaflanum millum Voga og afleggjarans til Grindavíkur. Svarið: Svo flókin aðgerð ... Ja svo! Ég hef keyrt þennan vegarkafla margsinnis á síðustu mánuðum og jafnan furðar mig á þeim misvísandi vegaskiltum og steinstólpum sem þar hefur verið skáskotið á milli reina. Þvílíkt kaos. Mánuðum saman. Árum saman. Óvíða eru ökumenn afvegaleiddir jafn rækilega. Í þessum efnum er brotavilji Vegagerðarinnar einbeittur. Hún ber jú ábyrgðina. Svo flókin aðgerð, já ... Það þurfti hvert slysið af öðru ... svo að segja í námunda við banaslys ... til að hreyfa við embættismönnum sem hafa ekki hreyft sig af skrifstofunum af því aðgerðin er svo flókin. Það er náttúrlega til einskis að spyrja um ábyrgð. Hitt veit ég, að ég og allur almenningur væri sektaður fyrir viðlíka framferði í umferðinni og vegagerðin kemst upp með ... -SER.