Rekur gallerí fyrir 220 íbúa 24. ágúst 2008 04:00 Hanna Woll, frá Þýskalandi, sýnir verk sín í Dynjanda fram í september. MYND/Jón Þórðarson Gallerí Dynjandi á Bíldudal opnaði aftur í vor eftir að hafa legið niðri um skeið. Galleríið er rekið af Jóni Þórðarsyni, fyrrverandi kaupmanni, en hann rekur einnig ferðaþjónustu í bænum og stundar útgerð. Á Bíldudal búa um 220 manns og þykir mörgum eflaust skrítið að í bænum sé rekið gallerí en engin matvöruverslun. „Ég lagði niður matvöruverslunina árið 2002, þegar fólki fækkar svona mikið þá er erfitt að reka verslanir. Heimamenn komast þó í nauðsynjavörur á veitingahúsinu Vegamótum," segir Jón. Hann kveðst sjálfur ekki vera listamaður, en er mikill áhugamaður um list. „Gallerí Dynjandi nýtist ekki bara sem sýningarrými heldur eru hér einnig haldnir tónleikar og leiksýningar," útskýrir Jón, en að auki býðst listamönnum vinnuaðstaða í galleríinu. Sex sýningar hafa verið haldnar í galleríinu síðan í vor og nú stendur yfir sýning þýsku listakonunnar Hönnu Woll. „Hún vinnur verk sín í stein og gaf einmitt bænum eitt verk sem sýnir þrjú tröll á siglingu og táknar það höfuðvindáttirnar á Bíldudal," segir Jón, sem mun starfrækja galleríið áfram í vetur. „Það er ekki komin föst dagskrá, en það verða nokkrar sýningar í gangi," segir Jón. - sm Tengdar fréttir Múm notar hljóðnema úr skriðdrekahlutum Tónlistarmaðurinn Gunnar Örn Tynes dvaldist í sumar í hinum afskekkta Galtarvita á Vestfjörðum, en vinnur nú að upptöku nýjustu plötu hljómsveitarinnar Múm - þar sem meðal annars er notast við hljóðnema úr skriðdrekahlutum. 25. ágúst 2008 06:00 Mest lesið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Gallerí Dynjandi á Bíldudal opnaði aftur í vor eftir að hafa legið niðri um skeið. Galleríið er rekið af Jóni Þórðarsyni, fyrrverandi kaupmanni, en hann rekur einnig ferðaþjónustu í bænum og stundar útgerð. Á Bíldudal búa um 220 manns og þykir mörgum eflaust skrítið að í bænum sé rekið gallerí en engin matvöruverslun. „Ég lagði niður matvöruverslunina árið 2002, þegar fólki fækkar svona mikið þá er erfitt að reka verslanir. Heimamenn komast þó í nauðsynjavörur á veitingahúsinu Vegamótum," segir Jón. Hann kveðst sjálfur ekki vera listamaður, en er mikill áhugamaður um list. „Gallerí Dynjandi nýtist ekki bara sem sýningarrými heldur eru hér einnig haldnir tónleikar og leiksýningar," útskýrir Jón, en að auki býðst listamönnum vinnuaðstaða í galleríinu. Sex sýningar hafa verið haldnar í galleríinu síðan í vor og nú stendur yfir sýning þýsku listakonunnar Hönnu Woll. „Hún vinnur verk sín í stein og gaf einmitt bænum eitt verk sem sýnir þrjú tröll á siglingu og táknar það höfuðvindáttirnar á Bíldudal," segir Jón, sem mun starfrækja galleríið áfram í vetur. „Það er ekki komin föst dagskrá, en það verða nokkrar sýningar í gangi," segir Jón. - sm
Tengdar fréttir Múm notar hljóðnema úr skriðdrekahlutum Tónlistarmaðurinn Gunnar Örn Tynes dvaldist í sumar í hinum afskekkta Galtarvita á Vestfjörðum, en vinnur nú að upptöku nýjustu plötu hljómsveitarinnar Múm - þar sem meðal annars er notast við hljóðnema úr skriðdrekahlutum. 25. ágúst 2008 06:00 Mest lesið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Múm notar hljóðnema úr skriðdrekahlutum Tónlistarmaðurinn Gunnar Örn Tynes dvaldist í sumar í hinum afskekkta Galtarvita á Vestfjörðum, en vinnur nú að upptöku nýjustu plötu hljómsveitarinnar Múm - þar sem meðal annars er notast við hljóðnema úr skriðdrekahlutum. 25. ágúst 2008 06:00