ZikZak splæsir smókinginn Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 24. apríl 2008 06:30 Mikill heiður. Rúnari Rúnarssyni hefur á örskömmum tíma tekist að vera tilefndur til Óskars-og Cannesverðlauna. Kvikmyndagerðarmaðurinn Rúnar Rúnarsson keppir um aðalverðlaunin í flokki stuttmynda á Cannes-hátíðinni. „Ég sagði við þau hjá ZikZak þegar við vorum að gera myndina að þau yrðu að splæsa í smóking þegar við færum á Cannes. Þau samþykktu það strax og nú er komið að ögurstund; þegar ég fer og vel Armani-smókinginn,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Rúnar Rúnarsson. Ekkert lát er á velgengni Rúnars því nýjasta stuttmynd hans, Smáfuglar eða 2Birds, keppir um aðalverðlaunin á Cannes-kvikmyndahátíðinni sem fram fer um miðjan maí. Rúnar viðurkennir að hann hafi ekki átt fínu fötin sem hann klæddist þegar hann fór á Óskarinn með Síðasta bæinn en hann ætli sér ekki að gera sömu mistökin tvisvar. Þetta er aðeins í annað sinn sem íslensk kvikmynd hlotnast þessi heiður en árið 1993 keppti stuttmynd Ingu Lísu Middleton, Ævintýri í okkar landi, um þessa sömu verðlaun. Í fréttatilkynningu frá kvikmyndafyrirtækinu ZikZak kemur fram að myndin sé hrá, sjokkerandi og jafnvel grimmileg og að hún eigi eftir vekja umtal. Rúnar kemur sér hjá því að svara spurningunum tengdum þessum sterku lýsingarorðum eins og sannur stjórnmálamaður, segir þetta ekki vera sín orð og forðast að uppljóstra nokkuð. Myndin var að öllu leyti tekin upp á gamla varnarsvæðinu í Reykjanesbæ, skömmu eftir að varnarliðið hafði yfirgefið land og þjóð og Rúnar segir það vissulega hafa verið kost að hafa heilt bæjarfélag út fyrir sig. „Þetta var óneitanlega eins og að vera í draugabæ.“ Rúnar á nú ár eftir í námi við konunglega kvikmyndaháskólann í Kaupmannahöfn og leikstjórinn segist vera með í smíðum tvær kvikmyndir í fullri lengd sem verði farið af stað með eftir útskrift „Smáfuglar er hins vegar önnur myndin í þríleik og ég ætla mér að klára hann áður en ég dembi mér útí löngu myndirnar,“ segir Rúnar. Cannes Menning Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kvikmyndagerðarmaðurinn Rúnar Rúnarsson keppir um aðalverðlaunin í flokki stuttmynda á Cannes-hátíðinni. „Ég sagði við þau hjá ZikZak þegar við vorum að gera myndina að þau yrðu að splæsa í smóking þegar við færum á Cannes. Þau samþykktu það strax og nú er komið að ögurstund; þegar ég fer og vel Armani-smókinginn,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Rúnar Rúnarsson. Ekkert lát er á velgengni Rúnars því nýjasta stuttmynd hans, Smáfuglar eða 2Birds, keppir um aðalverðlaunin á Cannes-kvikmyndahátíðinni sem fram fer um miðjan maí. Rúnar viðurkennir að hann hafi ekki átt fínu fötin sem hann klæddist þegar hann fór á Óskarinn með Síðasta bæinn en hann ætli sér ekki að gera sömu mistökin tvisvar. Þetta er aðeins í annað sinn sem íslensk kvikmynd hlotnast þessi heiður en árið 1993 keppti stuttmynd Ingu Lísu Middleton, Ævintýri í okkar landi, um þessa sömu verðlaun. Í fréttatilkynningu frá kvikmyndafyrirtækinu ZikZak kemur fram að myndin sé hrá, sjokkerandi og jafnvel grimmileg og að hún eigi eftir vekja umtal. Rúnar kemur sér hjá því að svara spurningunum tengdum þessum sterku lýsingarorðum eins og sannur stjórnmálamaður, segir þetta ekki vera sín orð og forðast að uppljóstra nokkuð. Myndin var að öllu leyti tekin upp á gamla varnarsvæðinu í Reykjanesbæ, skömmu eftir að varnarliðið hafði yfirgefið land og þjóð og Rúnar segir það vissulega hafa verið kost að hafa heilt bæjarfélag út fyrir sig. „Þetta var óneitanlega eins og að vera í draugabæ.“ Rúnar á nú ár eftir í námi við konunglega kvikmyndaháskólann í Kaupmannahöfn og leikstjórinn segist vera með í smíðum tvær kvikmyndir í fullri lengd sem verði farið af stað með eftir útskrift „Smáfuglar er hins vegar önnur myndin í þríleik og ég ætla mér að klára hann áður en ég dembi mér útí löngu myndirnar,“ segir Rúnar.
Cannes Menning Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira