Dollarinn styrkist enn 11. september 2008 11:23 Gengi bandaríkjadals hefur ekki verið hærra gagnvart evru á árinu. Væntingar um að hagvöxtur verði minni á evrusvæðinu en í Bandaríkjunum á stærstan hlut að máli. Sérfræðingar reikna margir með því að evrópski seðlabankinn lækki stýrivexti um 25 punkta á fyrstu þremur mánuðum næsta árs til að bregðast við þrengingum í efnahagslífinu. Evrópski seðlabankinn hefur farið þveröfuga leið en bandaríski seðlabankinn í þeim ólgusjóð sem riðið hefur fjármálamarkaði um allan heim og þeim verðbólgudraugi sem hefur látið á sér kræla víða. Á sama tíma og bandaríski seðlabankinn hefur lækkað stýrivexti hratt frá síðasta hausti hefur sá evrópski hækkað þá. Er nú svo komið að þeir standa í 4,25 prósentum. Vísbendingar eru um að hátt vaxtastig og erfiðleikar tengdir fjármögnun hafi dregið úr framleiðslu á evrusvæðinu upp á síðkastið. Tölur um slíkt verða birtar á morgun. Bloomberg-fréttastofan hefur eftir sérfræðingi við Commerzbank í Þýskalandi í dag, að reikna megi með því að evrópski seðlabankinn kynni aðgerðir til að blása lífi í efnahagslífið áður en tölurnar verði birtar á morgun. Ein evra kostar nú 1,3893 bandaríkjadali vestanhafs og hefur dollarinn ekki verið sterkari síðan 18. september í fyrra, samkvæmt gögnum Bloomberg, sem bætir við að líkur séu á að hann styrkist frekar næstu daga gagnvart evru. Fari hann yfir ákveðin mörk megi svo reikna með að fjárfestar sjái sér hagnað í sölu á dollurum og geti hann þá tekið að lækka lítillega. Helsti munurinn á þróun myntanna liggur í því að hægja tók fyrr á efnahagslífinu vestanhafs en á evrusvæðinu. Bandaríkjadalur veiktist mjög í kjölfar aðgerða seðlabankans en hefur verið að sækja í sig veðrið síðustu vikurnar. Á móti hefur gengi evru staðið í hæstu hæðum upp á síðkastið. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Gengi bandaríkjadals hefur ekki verið hærra gagnvart evru á árinu. Væntingar um að hagvöxtur verði minni á evrusvæðinu en í Bandaríkjunum á stærstan hlut að máli. Sérfræðingar reikna margir með því að evrópski seðlabankinn lækki stýrivexti um 25 punkta á fyrstu þremur mánuðum næsta árs til að bregðast við þrengingum í efnahagslífinu. Evrópski seðlabankinn hefur farið þveröfuga leið en bandaríski seðlabankinn í þeim ólgusjóð sem riðið hefur fjármálamarkaði um allan heim og þeim verðbólgudraugi sem hefur látið á sér kræla víða. Á sama tíma og bandaríski seðlabankinn hefur lækkað stýrivexti hratt frá síðasta hausti hefur sá evrópski hækkað þá. Er nú svo komið að þeir standa í 4,25 prósentum. Vísbendingar eru um að hátt vaxtastig og erfiðleikar tengdir fjármögnun hafi dregið úr framleiðslu á evrusvæðinu upp á síðkastið. Tölur um slíkt verða birtar á morgun. Bloomberg-fréttastofan hefur eftir sérfræðingi við Commerzbank í Þýskalandi í dag, að reikna megi með því að evrópski seðlabankinn kynni aðgerðir til að blása lífi í efnahagslífið áður en tölurnar verði birtar á morgun. Ein evra kostar nú 1,3893 bandaríkjadali vestanhafs og hefur dollarinn ekki verið sterkari síðan 18. september í fyrra, samkvæmt gögnum Bloomberg, sem bætir við að líkur séu á að hann styrkist frekar næstu daga gagnvart evru. Fari hann yfir ákveðin mörk megi svo reikna með að fjárfestar sjái sér hagnað í sölu á dollurum og geti hann þá tekið að lækka lítillega. Helsti munurinn á þróun myntanna liggur í því að hægja tók fyrr á efnahagslífinu vestanhafs en á evrusvæðinu. Bandaríkjadalur veiktist mjög í kjölfar aðgerða seðlabankans en hefur verið að sækja í sig veðrið síðustu vikurnar. Á móti hefur gengi evru staðið í hæstu hæðum upp á síðkastið.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira