Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Sölvi Geir Ottesen voru í eldlínunni með sínum liðum í dönsku úrvalsdeildinni í dag sem bæði gerðu jafntefli í sínum leikjum.
Gunnar Heiðar og félagar í Esbjerg gerðu 1-1 jafntefli við Vejle á útivelli en Gunnar Heiðar lék allan leikinn.
Þá var Sölvi Geir í byrjunarliði SönderjyskE sem gerði einnig 1-1 jafntefli gegn Midtjylland. Sölvi Geir lék sömuleiðis allan leikinn.
SönderjyskE er í níunda sæti deildarinnar með fimmtán stig en Esbjerg í því tíunda með tólf. Midtjylldan er í fjórða sæti deildarinnar en Vejle á botninum með ellefu stig.