Handbolti

Myndir úr Ísland - Egyptaland

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sigfús Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson eftir leik.
Sigfús Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson eftir leik. Mynd/Vilhelm
Ísland og Egyptaland gerðu jafntefli í nótt en lokatölur urðu 32-32, rétt eins og í síðasta leik Íslands á Ólympíuleikunum í Peking, gegn Dönum. Vilhelm Gunnarsson tók þessar myndir í leiknum.

Íslenski landsliðshópurinn þjappar sér saman fyrir síðustu sókn leiksins sem tryggði Íslandi sigurinn. Vilhelm Gunnarsson
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segir sínum mönnum til. Vilhelm Gunnarsson
Hér vill hann fá brottvísun á egypskan leikmann. Vilhelm Gunnarsson
Björgvin Páll Gústavsson kom einu sinni við sögu í leiknum er hann freistaði að verja víti frá Zaky. Það tókst honum ekki, frekar en Hreiðari. Vilhelm Gunnarsson
Hreiðar sér hér eftir af boltanum í íslenska markið. Vilhelm Gunnarsson
Sigfús er kátur í bragði í leikslok og ræðir hér við Guðmund. Vilhelm Gunnarsson
Hér ræða hann og Guðjón Valur málin. Vilhelm Gunnarsson
Róbert Gunnarsson sýndi ótrúlega takta á línunni og skoraði sex mörk úr jafn mörgum skotum. Fiskaði þar að auki eitt víti. Vilhelm Gunnarsson
Ólafur Stefánsson skoraði aðeins tvö mörk í leiknum. Tók aðeins þrjú skot í það heila. Vilhelm Gunnarsson
Guðjón Valur átti frábæran leik og skoraði tíu mörk. Vilhelm Gunnarsson
Ásgeir Örn náði sér ekki á strik og skoraði eitt mark. Vilhelm Gunnarsson
Róbert í kunnulegri stöðu á línunni. Vilhelm Gunnarsson
Logi kom sterkur inn í upphafi síðari hálfleiks og skoraði þrjú í röð. Vilhelm Gunnarsson
Sigfús Sigurðsson brá sér í sóknina og skoraði eitt gott mark. Vilhelm Gunnarsson
Ólafur og Guðmundur ræða málin. Vilhelm Gunnarsson

Tengdar fréttir

Ísland á enn möguleika á efsta sætinu

Ísland getur enn náð efsta sætinu í B-riðli handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Peking ef úrslit í öðrum leikjum verða liðinu hagstæð. Ísland á þó engan möguleika á að lenda í fjórða sæti riðilsins.

Jafntefli gegn Egyptum

Ísland má þakka fyrir að hafa náð einu stigi gegn Egyptum í lokaleik sínum í B-riðli handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Peking.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×