Fótbolti

Nauðsynlegur sigur Sundsvall

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn fyrir Sundsvall sem vann 2-1 sigur á Norrköping.
Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn fyrir Sundsvall sem vann 2-1 sigur á Norrköping.

Þriðja síðasta umferðin í sænsku úrvalsdeildinni hófst í kvöld með tveimur leikjum. Íslendingaliðið Sundsvall sem er í harðri fallbaráttu vann nauðsynlegan sigur á botnliði Norrköping 2-1.

Ari Freyr Skúlason var eini Íslendingurinn sem kom við sögu en hann lék allan leikinn. Sigurmark Sundsvall var skorað á 89. mínútu en eftir þessi úrslit er alveg ljóst að Norrköping er fallið.

Sundsvall er í næst neðsta sæti, sem er fallsæti, með 22 stig og tveimur stigum á eftir Ljungskile sem er sæti ofar. Sundsvall á tvo leiki eftir en Ljungskile þrjá.

Þá vann AIK 2-1 sigur á Örebro í kvöld en bæði lið eru um miðja deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×