Stefán Gíslason skoraði flottasta mark ársins í danska boltanum. Lokahóf danska knattspyrnusambandsins var haldið í kvöld og þar var tilkynnt að mark Stefáns hafi verið fallegasta mark ársins.
Markið skoraði Stefán með ótrúlegu karatesparki í 3-0 sigri Bröndby á Nordsjælland í byrjun maí. Kosið var um fallegasta mark ársins á vefsíðu TV 2 og vann mark Stefáns.
Martin Laursen, varnarmaður Aston Villa, var valinn knattspyrnumaður ársins í Danmörku.
Smelltu hér til að sjá mark Stefáns