Exista féll um rúm sjö prósent rétt eftir upphaf viðskipta í Kauphöllinni í dag og fór í sitt langlægsta gildi frá upphafi. Markaðsverðmæti félagsins hefur fallið um 38,5 prósent frá áramótum. SPRON fylgdi fast á eftir með lækkun upp á tæp sex prósent. Öll önnur fjármálafyrirtæki, að dönsku bönkunum undanskildum, féllu um 3,8 prósent og meira.
Ekkert félag hefur hækkað frá upphafi viðskiptadagsins.
Úrvalsvísitalan féll við opnun um 3,77 prósent, fór í 5.440 stig og hefur ekki verið lægri síðan um miðjan ágúst í hitteðfyrra.