Verðfall víða um heim 16. janúar 2008 09:49 Verðbréfamiðlarar í kauphöllinni í New York. Fall á hlutabréfum þar í gær hefur smitað út frá sér til fleiri markaða víða um heim í dag. Mynd/AP Talsverður taugatitringur hefur verið á evrópskum hlutabréfum í dag eftir fall á bandarískum mörkuðum í gær og asískum í morgun. FTSE-vísitalan í Bretlandi féll um rúm þrjú prósent skömmu eftir upphaf viðskiptadagsins en jafnaði sig fljótlega. Hún hefur það sem af er dags lækkað um 0,78 prósent. Svipaða sögu er að segja um þróunina á hlutabréfamörkuðum í Þýskalandi og Frakklandi. Bæði Dow Jones og Nasdaq-vísitölurnar féllu um rúm tvö prósent í gær og Nikkei-vísitalan um 3,4 prósent þegar markaðir lokuðu í Japan í morgun en vísitalan hefur ekki verið lægri í rúm tvö ár. Hang Seng vísitalan í Hong Kong féll hins vegar um tæp 5,4 prósent. Lækkun er sömuleiðis á hlutabréfamörkuðum á Norðurlöndunum. Þannig hefur C20-vísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn fallið um 2,15 prósent, hlutabréfavísitalan í Stokkhólmi í Svíþjóð um 0,7 prósent og vísitalan í kauphöllinni í Ósló í Noregi um rúm 2,8 prósent. Helsta ástæðan fyrir gengisfallinu á hlutabréfamörkuðum er mikið tap bandaríska bankans Citigroup vegna afskrifta á skuldabréfavafningum sem tengjast bandarískum fasteignalánum og horfur á samdrætti í einkaneyslu en það getur haft áhrif víða um heim. Þetta leiddi til þess að fjárfestar losuðu um eignir af ótta við frekari lækkun hlutabréfa. Fjárfestar í Bandaríkjunum, og jafnvel víðar, eru þess nú fullvissir að seðlabankar muni bregðast við lausafjárþurrðinni sem skapast hafi á mörkuðum með lækkun stýrivaxta auk þess sem horft er til þess að slíkt muni blása lífi í einkaneyslu. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Talsverður taugatitringur hefur verið á evrópskum hlutabréfum í dag eftir fall á bandarískum mörkuðum í gær og asískum í morgun. FTSE-vísitalan í Bretlandi féll um rúm þrjú prósent skömmu eftir upphaf viðskiptadagsins en jafnaði sig fljótlega. Hún hefur það sem af er dags lækkað um 0,78 prósent. Svipaða sögu er að segja um þróunina á hlutabréfamörkuðum í Þýskalandi og Frakklandi. Bæði Dow Jones og Nasdaq-vísitölurnar féllu um rúm tvö prósent í gær og Nikkei-vísitalan um 3,4 prósent þegar markaðir lokuðu í Japan í morgun en vísitalan hefur ekki verið lægri í rúm tvö ár. Hang Seng vísitalan í Hong Kong féll hins vegar um tæp 5,4 prósent. Lækkun er sömuleiðis á hlutabréfamörkuðum á Norðurlöndunum. Þannig hefur C20-vísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn fallið um 2,15 prósent, hlutabréfavísitalan í Stokkhólmi í Svíþjóð um 0,7 prósent og vísitalan í kauphöllinni í Ósló í Noregi um rúm 2,8 prósent. Helsta ástæðan fyrir gengisfallinu á hlutabréfamörkuðum er mikið tap bandaríska bankans Citigroup vegna afskrifta á skuldabréfavafningum sem tengjast bandarískum fasteignalánum og horfur á samdrætti í einkaneyslu en það getur haft áhrif víða um heim. Þetta leiddi til þess að fjárfestar losuðu um eignir af ótta við frekari lækkun hlutabréfa. Fjárfestar í Bandaríkjunum, og jafnvel víðar, eru þess nú fullvissir að seðlabankar muni bregðast við lausafjárþurrðinni sem skapast hafi á mörkuðum með lækkun stýrivaxta auk þess sem horft er til þess að slíkt muni blása lífi í einkaneyslu.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira