Sérfræðingar segja 16. janúar 2008 11:24 Íslendingar hafa verið baðaðir sérfræðiálitum um árafjöld. Einna ákafastir og fyrirferðarmestir hafa fjármálasérfræðingar verið á síðustu misserum. Þeir hafa komið sér upp heilu greiningardeildunum - og sitja þar vísast í skjóli nýfengins bankaauðs og ausa úr skálum visku sinnar. Vel greiddir, vel launaðir. Fjölmiðlar hafa framlengt vit þessara manna á síðum sínum og fréttatímum, nokkuð athugasemdalaust. Þetta eru flottir viðmælendur, vel menntaðir og vaskir til orðavals. En hver er þessi sérfræði? Sleiktur putti upp í loftvindana? Ja, lítið meir, sýnist mér. Greiningardeildir bankanna voru á verulegum villigötum mestan part síðasta árs. Þær sáu ekki fyrir ósköpin sem nú æra buddur auðmanna og annarra áhugamanna um úrvarlsvísitölur og hlutabréfaviðskipti. Þær sáu gósentíðina á meðan raunin varð allt önnur. Hvar voru varnaðarorðin ... veruleikinn? Þetta eru áhættuvísindi sem sverja sig meira í ætt við hreina og klára spákaupmennsku fremur en skothelda ráðgjöf. En þetta er fínt orð; greiningardeildir ... Guð hjálpi samt þeim sem fóru að ráðum þeirra ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öruggari Reykjavík Svala Hjörleifsdóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Stígum stærri og róttækari græn skref í Reykjavík Líf Magneudóttir Skoðun
Íslendingar hafa verið baðaðir sérfræðiálitum um árafjöld. Einna ákafastir og fyrirferðarmestir hafa fjármálasérfræðingar verið á síðustu misserum. Þeir hafa komið sér upp heilu greiningardeildunum - og sitja þar vísast í skjóli nýfengins bankaauðs og ausa úr skálum visku sinnar. Vel greiddir, vel launaðir. Fjölmiðlar hafa framlengt vit þessara manna á síðum sínum og fréttatímum, nokkuð athugasemdalaust. Þetta eru flottir viðmælendur, vel menntaðir og vaskir til orðavals. En hver er þessi sérfræði? Sleiktur putti upp í loftvindana? Ja, lítið meir, sýnist mér. Greiningardeildir bankanna voru á verulegum villigötum mestan part síðasta árs. Þær sáu ekki fyrir ósköpin sem nú æra buddur auðmanna og annarra áhugamanna um úrvarlsvísitölur og hlutabréfaviðskipti. Þær sáu gósentíðina á meðan raunin varð allt önnur. Hvar voru varnaðarorðin ... veruleikinn? Þetta eru áhættuvísindi sem sverja sig meira í ætt við hreina og klára spákaupmennsku fremur en skothelda ráðgjöf. En þetta er fínt orð; greiningardeildir ... Guð hjálpi samt þeim sem fóru að ráðum þeirra ... -SER.