Kæran kemur að norðan 16. janúar 2008 11:38 Hversvegna skyldi það nú vera að eina kæran sem verið er að undirbúa á hendur kortafyrirtækjunum vegna ólöglegs samráðs (er annars til löglegt samráð?) kemur að norðan? Kaupmannasamtök Akureyrar hafa haft frumkvæði að þessari atlögu að samkrulli Visa og Kreditkorta (eða hvað svo sem þessi fyrirtæki heita í dag). Þau segja: Það var svindlað á okkur. Stórlega. Auðvitað förum við í mál. Og vinnum aftur þá peninga sem risarnir höfðu af okkur (vegna skorts á samkeppni). Gott mál. En afhverju heyrist hvorki hósti né stuna frá Samtökum verslunar og þjónustu hér syðra? Getur verið að í þeirra ranni séu svo sterk tengsl við stórbankana sem eiga greiðslukortafyrirtækin að þau sjái sér ekki fært að fara fram með látum? Eru stærstu fyrirtækin í liði SVÞ í eigu sömu manna og hafa afgerandi völd í bönkunum? Varla er ég einn um það að vilja fá svör við þessum áleitnu spurningum. Og það fljótt. Þögnin er grunsamlega óbærileg ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun
Hversvegna skyldi það nú vera að eina kæran sem verið er að undirbúa á hendur kortafyrirtækjunum vegna ólöglegs samráðs (er annars til löglegt samráð?) kemur að norðan? Kaupmannasamtök Akureyrar hafa haft frumkvæði að þessari atlögu að samkrulli Visa og Kreditkorta (eða hvað svo sem þessi fyrirtæki heita í dag). Þau segja: Það var svindlað á okkur. Stórlega. Auðvitað förum við í mál. Og vinnum aftur þá peninga sem risarnir höfðu af okkur (vegna skorts á samkeppni). Gott mál. En afhverju heyrist hvorki hósti né stuna frá Samtökum verslunar og þjónustu hér syðra? Getur verið að í þeirra ranni séu svo sterk tengsl við stórbankana sem eiga greiðslukortafyrirtækin að þau sjái sér ekki fært að fara fram með látum? Eru stærstu fyrirtækin í liði SVÞ í eigu sömu manna og hafa afgerandi völd í bönkunum? Varla er ég einn um það að vilja fá svör við þessum áleitnu spurningum. Og það fljótt. Þögnin er grunsamlega óbærileg ... -SER.