Ber að þegja? 17. janúar 2008 11:28 Björn Bjarnason dómsmálaráðherra undrast mjög hvað fjölmiðlar fjalla mikið um ráðningu Þorsteins Davíðssonar í embætti dómara við héraðsdómana nyrðra og eystra. Í nýjustu færslu sinni segir Björn: "Sérkennilegt er að fylgjast með því, hvernig fréttamenn ljósvakamiðlanna halda lífi í umræðum um skipan Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara. Æsingagreinar í Fréttablaðinu eru gerðar að fréttaefni." Hér á gamli blaðamaðurinn að vita betur. Æsingargreinar? Er æsingurinn blaðsins? Eða annarra fjölmiðla? Nei, það er að vitna í harðorð skrif. Mjög harðorð. Eiginlega óvenjulega harðorð. Það eru einmitt stjórnmálamennirnir og löglærðir, öðrum fremur, sem hafa haldið lífi í þessari umræðu síðustu daga, jafnt með bloggi sínu og blaðaskrifum og fréttaviðtölum, sem og harkalegum umræðum á Alþingi, þar sem ýmis stóryrðin falla. Dag eftir dag. Auðvitað er það líka stórfrétt að skorist hefur í odda með dómnefnd Péturs Kr. Hafstein og setts dómsmálaráðherra - og það eru ekki síður fréttir hvernig málsmetnandi lögspekingar, sumir hverjir innmúraðir, hafa berað skoðanir sínar á embættisveitingu Árna M. Mathiesen. Það loga eldar. Fjölmiðlum ber að fjalla um þetta mál, af því það kraumar í umræðunni. Þar eru fjölmiðlar framlenging harkalegra skoðanaskipta úti í samfélaginu. Þeir eiga að vera sú framlenging. Svo er málið Birni skylt: Árni (í hlutverki Björns) gekk á svig við umsögn dómnefndar, einkum og sér í lagi vegna reynslu Þorsteins Davíðssonar sem aðstoðarmanns Björns. Segir Árni sjálfur. Það á ekki að þagga niður það sem er í umræðunni. Hitt er að vísu laukrétt hjá Birni að það eru takmörk fyrir ofstækinu, eins og hann sjálfur segir í pistli sínum: "Vegna greinar Sigurðar Líndals í Fréttablaðinu í gær hefðu fréttamennirnir mátt rifja upp orðin, sem höfð eru eftir bandaríska heimspekingnum Leo Strauss: Umræðum eða deilum lýkur, þegar annar aðilinn tekur að líkja hinum við Hitler og nasista. Eitt að lokum: Reynum að halda persónu Þorsteins Davíðssonbar utan þessa alls. Hann sótti um. Það er hans eina sök í málinu. Og er ekki einu sinni sök. Þótt hann hafi hreppt starfann. Gangi honum vel ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra undrast mjög hvað fjölmiðlar fjalla mikið um ráðningu Þorsteins Davíðssonar í embætti dómara við héraðsdómana nyrðra og eystra. Í nýjustu færslu sinni segir Björn: "Sérkennilegt er að fylgjast með því, hvernig fréttamenn ljósvakamiðlanna halda lífi í umræðum um skipan Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara. Æsingagreinar í Fréttablaðinu eru gerðar að fréttaefni." Hér á gamli blaðamaðurinn að vita betur. Æsingargreinar? Er æsingurinn blaðsins? Eða annarra fjölmiðla? Nei, það er að vitna í harðorð skrif. Mjög harðorð. Eiginlega óvenjulega harðorð. Það eru einmitt stjórnmálamennirnir og löglærðir, öðrum fremur, sem hafa haldið lífi í þessari umræðu síðustu daga, jafnt með bloggi sínu og blaðaskrifum og fréttaviðtölum, sem og harkalegum umræðum á Alþingi, þar sem ýmis stóryrðin falla. Dag eftir dag. Auðvitað er það líka stórfrétt að skorist hefur í odda með dómnefnd Péturs Kr. Hafstein og setts dómsmálaráðherra - og það eru ekki síður fréttir hvernig málsmetnandi lögspekingar, sumir hverjir innmúraðir, hafa berað skoðanir sínar á embættisveitingu Árna M. Mathiesen. Það loga eldar. Fjölmiðlum ber að fjalla um þetta mál, af því það kraumar í umræðunni. Þar eru fjölmiðlar framlenging harkalegra skoðanaskipta úti í samfélaginu. Þeir eiga að vera sú framlenging. Svo er málið Birni skylt: Árni (í hlutverki Björns) gekk á svig við umsögn dómnefndar, einkum og sér í lagi vegna reynslu Þorsteins Davíðssonar sem aðstoðarmanns Björns. Segir Árni sjálfur. Það á ekki að þagga niður það sem er í umræðunni. Hitt er að vísu laukrétt hjá Birni að það eru takmörk fyrir ofstækinu, eins og hann sjálfur segir í pistli sínum: "Vegna greinar Sigurðar Líndals í Fréttablaðinu í gær hefðu fréttamennirnir mátt rifja upp orðin, sem höfð eru eftir bandaríska heimspekingnum Leo Strauss: Umræðum eða deilum lýkur, þegar annar aðilinn tekur að líkja hinum við Hitler og nasista. Eitt að lokum: Reynum að halda persónu Þorsteins Davíðssonbar utan þessa alls. Hann sótti um. Það er hans eina sök í málinu. Og er ekki einu sinni sök. Þótt hann hafi hreppt starfann. Gangi honum vel ... -SER.