Zimbabvebúar fá tugmilljónadalaseðilinn 18. janúar 2008 10:44 Maður frá Zimbabve sýnir stoltur hálfrarmilljónadala seðlinn sem honum hefur áskotnast. Verðgildi hans nemur rétt rúmum 12 íslenskum krónum. Mynd/AFP Seðlabanki Afríkuríkisins Zimbabve hefur undanfarið brugðist við ógnarhárri verðbólgu með prentun og útgáfu nýrra peningaseðla. Seðlarnir hlaupa á milljónum Zimbabve-dala og var tíu milljónadalaseðillinn settur í umferð í dag. Verðbólga í Zimbabve hefur verið á hraðri uppleið síðastliðin átta og mælist hún nú í kringum fimmtíu þúsund prósent, að sögn breska ríkisútvarpsins. Af þessum sökum virðist litlu skipta þótt fjöldi núlla bætist aftan við seðlana frá seðlabanka Zimbabve því verðgildi tíu milljóna dala seðils í Zimbabve nemur einungis jafnvirði rúmra 255 íslenskra króna. Breska ríkisútvarpið tekur fram að aukin peningaútgáfa seðlabanka Zimbabve haldi verðbólgunni í hæstu hæðum og verði hann að grípa til annarra aðgerða til að laga efnahagslífið sem er vægast sagt í rjúkandi rúst. Nokkuð er síðan Gideon Gono, seðlabankastjóri, hefur óskað eftir því að landsmenn taki höndum saman gegn verðbólgudrauginum og farið fram á að verðlag haldist óbreytt, svo sem með því að lækka verð á vörum um allt að helming. Það hefur hins vegar litlu skipt. Atvinnuleysi er rúm 80 prósent og flykkist fólk í banka til að taka út þá litlu fjármuni sem það á til að koma í veg fyrir að sparifé þess brenni upp í óðaverðbólgunni. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Seðlabanki Afríkuríkisins Zimbabve hefur undanfarið brugðist við ógnarhárri verðbólgu með prentun og útgáfu nýrra peningaseðla. Seðlarnir hlaupa á milljónum Zimbabve-dala og var tíu milljónadalaseðillinn settur í umferð í dag. Verðbólga í Zimbabve hefur verið á hraðri uppleið síðastliðin átta og mælist hún nú í kringum fimmtíu þúsund prósent, að sögn breska ríkisútvarpsins. Af þessum sökum virðist litlu skipta þótt fjöldi núlla bætist aftan við seðlana frá seðlabanka Zimbabve því verðgildi tíu milljóna dala seðils í Zimbabve nemur einungis jafnvirði rúmra 255 íslenskra króna. Breska ríkisútvarpið tekur fram að aukin peningaútgáfa seðlabanka Zimbabve haldi verðbólgunni í hæstu hæðum og verði hann að grípa til annarra aðgerða til að laga efnahagslífið sem er vægast sagt í rjúkandi rúst. Nokkuð er síðan Gideon Gono, seðlabankastjóri, hefur óskað eftir því að landsmenn taki höndum saman gegn verðbólgudrauginum og farið fram á að verðlag haldist óbreytt, svo sem með því að lækka verð á vörum um allt að helming. Það hefur hins vegar litlu skipt. Atvinnuleysi er rúm 80 prósent og flykkist fólk í banka til að taka út þá litlu fjármuni sem það á til að koma í veg fyrir að sparifé þess brenni upp í óðaverðbólgunni.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira