Þjóðargrafreiturinn 21. janúar 2008 14:23 Ég veit ekki hvort maður á að gráta eða brosa að hugmynd stuðningshóps Bobby heitins Fishers um að jarðsetja hann í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum. Já, einhvers staðar í námunda við Einar og Jónas sem hafa þar hvílt sín lúnu og brotnu bein um áratugaskeið. Það verður ekki annað sagt en Einar S. Einarsson, Guðmundur G. Þórarinsson og þeir félagar allir séu stórhuga menn. En þetta heitir - á mannamáli - að fara fram úr sér. Flestum Íslendingum þætti líklega vænt um það ef Bobby fengi að hvíla í íslenskri jörðu - sem er sjálfsagt mál, en hann á hins vegar ekki heima á Þingvöllum, undir grænni torfu. Hann er einfaldlega ekki á pari við Einar og Jónas - í þjóðarsálinni. Og þar liggur hundurinn grafinn ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun
Ég veit ekki hvort maður á að gráta eða brosa að hugmynd stuðningshóps Bobby heitins Fishers um að jarðsetja hann í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum. Já, einhvers staðar í námunda við Einar og Jónas sem hafa þar hvílt sín lúnu og brotnu bein um áratugaskeið. Það verður ekki annað sagt en Einar S. Einarsson, Guðmundur G. Þórarinsson og þeir félagar allir séu stórhuga menn. En þetta heitir - á mannamáli - að fara fram úr sér. Flestum Íslendingum þætti líklega vænt um það ef Bobby fengi að hvíla í íslenskri jörðu - sem er sjálfsagt mál, en hann á hins vegar ekki heima á Þingvöllum, undir grænni torfu. Hann er einfaldlega ekki á pari við Einar og Jónas - í þjóðarsálinni. Og þar liggur hundurinn grafinn ... -SER.