Óvænt vaxtalækkun í Bandaríkjunum 22. janúar 2008 13:26 Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði stýri- og daglánavexti óvænt í dag um heila 75 punkta. Ekki vart gert ráð fyrir viðlíka aðgerðum til að sporna gegn frekara falli á fjármálamörkuðum fyrr en á næsta vaxtaákvörðunarfundi seðlabankans í næstu viku. Vextir vestanhafs fara við þetta úr 4,25 í 3,5 prósent. Afar fátítt er að gripið sé til skyndilækkana sem þessarar. Síðast var það gert 17. september árið 2001 í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar á Tvíburaturnana í New York 11. september og 3. janúar árið 2001 þegar netbólan sprakk.Með lækkun daglánavaxta er horft til þess að blása lífi í millibankalán.Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum voru lokaði í gær og stefndi allt í mikla lækkun á þarlendum markaði í dag eftir fall á asískum og evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag og í gær.Samkvæmt upplýsingum fréttastofu Associated Press var útlit fyrir að Dow Jones-hlutabréfavísitalan myndi falla um 500 punkta, rúm 4,3 prósent, strax við upphaf viðskiptadagsins vestanhafs ef ekkert hefði verið gert til að sporna við þróuninni. Svipuðu máli gegndi um aðrar hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum.Lækkunin mun hafa verið tekin á símafundi seðlabankastjóra Bandaríkjanna í gærkvöldi, að sögn Associated Press.Ákvörðunin skilaði sér samstundis á hlutabréfamarkaði víða um heim í dag en markaðir í Evrópu hafa flestir hverjir snúið úr lækkun í hækkun. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði stýri- og daglánavexti óvænt í dag um heila 75 punkta. Ekki vart gert ráð fyrir viðlíka aðgerðum til að sporna gegn frekara falli á fjármálamörkuðum fyrr en á næsta vaxtaákvörðunarfundi seðlabankans í næstu viku. Vextir vestanhafs fara við þetta úr 4,25 í 3,5 prósent. Afar fátítt er að gripið sé til skyndilækkana sem þessarar. Síðast var það gert 17. september árið 2001 í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar á Tvíburaturnana í New York 11. september og 3. janúar árið 2001 þegar netbólan sprakk.Með lækkun daglánavaxta er horft til þess að blása lífi í millibankalán.Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum voru lokaði í gær og stefndi allt í mikla lækkun á þarlendum markaði í dag eftir fall á asískum og evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag og í gær.Samkvæmt upplýsingum fréttastofu Associated Press var útlit fyrir að Dow Jones-hlutabréfavísitalan myndi falla um 500 punkta, rúm 4,3 prósent, strax við upphaf viðskiptadagsins vestanhafs ef ekkert hefði verið gert til að sporna við þróuninni. Svipuðu máli gegndi um aðrar hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum.Lækkunin mun hafa verið tekin á símafundi seðlabankastjóra Bandaríkjanna í gærkvöldi, að sögn Associated Press.Ákvörðunin skilaði sér samstundis á hlutabréfamarkaði víða um heim í dag en markaðir í Evrópu hafa flestir hverjir snúið úr lækkun í hækkun.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira