Tímabundinn skellur á helstu fjármálamörkuðum 25. janúar 2008 16:29 Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum og Evrópu sneru snarlega úr hækkun í lækkun til skamms tíma eftir að bandaríska sjónvarpsstöðin CNBC greindi frá því að bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs ætli að segja upp allt að fimm prósentum starfsmanna sinna. Þá spilar inn í orðrómur að stór banki í Evrópu neyðist til að afskrifa háar fjárhæðir úr bókum sínum vegna falls á skuldavöndlum sem tengjast bandarískum undirmálslánum og að vogunarsjóður glími við lausafjárþurrð og muni senn heyra sögunni til. Gengi hlutabréfa hafði hækkað í allan dag þar til fréttin um uppsagnirnar fór í loftið í dag. FTSE-vísitalan hafði þá farið upp um rúmt prósent og Dax-vísitalan í Þýskalandi um rúm tvö prósent. Þá lá hækkun á bandarískum hlutabréfavísitölum við prósentið. Þessi þróun snerist við á skömmum tíma. Goldman Sachs, sem hefur komið einna best úr úr lausafjárkrísunni síðustu mánuði, segir fréttina hins vegar byggjast á misskilngi. Uppsagnirnar séu hluti af reglubundinni endurnýjun í starfsliði bankans og ætti einungis við um fimm prósent starfsfólks sem starfi tímabundið hjá bankanum. Fjarri væri að fimm prósentum af öllu starfsfólki væri að ræða. Lækkunin gekk til baka á flestum mörkuðum eftir dýfuna skömmu eftir að fréttin um uppsagnirnar var leiðrétt. Ekki liggur fyrir hvað liggi á bak við orðróminn um afskriftir hjá bankanum né heldur við hvaða banka sé átt. Hins vegar stefni allt í lausafjárþurrð hjá vogunarsjóði, að sögn fréttastofu Associated Press. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum og Evrópu sneru snarlega úr hækkun í lækkun til skamms tíma eftir að bandaríska sjónvarpsstöðin CNBC greindi frá því að bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs ætli að segja upp allt að fimm prósentum starfsmanna sinna. Þá spilar inn í orðrómur að stór banki í Evrópu neyðist til að afskrifa háar fjárhæðir úr bókum sínum vegna falls á skuldavöndlum sem tengjast bandarískum undirmálslánum og að vogunarsjóður glími við lausafjárþurrð og muni senn heyra sögunni til. Gengi hlutabréfa hafði hækkað í allan dag þar til fréttin um uppsagnirnar fór í loftið í dag. FTSE-vísitalan hafði þá farið upp um rúmt prósent og Dax-vísitalan í Þýskalandi um rúm tvö prósent. Þá lá hækkun á bandarískum hlutabréfavísitölum við prósentið. Þessi þróun snerist við á skömmum tíma. Goldman Sachs, sem hefur komið einna best úr úr lausafjárkrísunni síðustu mánuði, segir fréttina hins vegar byggjast á misskilngi. Uppsagnirnar séu hluti af reglubundinni endurnýjun í starfsliði bankans og ætti einungis við um fimm prósent starfsfólks sem starfi tímabundið hjá bankanum. Fjarri væri að fimm prósentum af öllu starfsfólki væri að ræða. Lækkunin gekk til baka á flestum mörkuðum eftir dýfuna skömmu eftir að fréttin um uppsagnirnar var leiðrétt. Ekki liggur fyrir hvað liggi á bak við orðróminn um afskriftir hjá bankanum né heldur við hvaða banka sé átt. Hins vegar stefni allt í lausafjárþurrð hjá vogunarsjóði, að sögn fréttastofu Associated Press.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira