Valsmaðurinn Pálmi Rafn Pálmason er á leið til sænska úrvalsdeildarfélagsins AIK til reynslu.
Pálmi Rafn æfði með öðru félagi í Stokkhólmi fyrir skömmu, Djurgården, en félagið ákvað að gera honum ekki tilboð að svo stöddu.
Pálmi Rafn mun samkvæmt sænskum fjölmiðlum halda til Stokkhólms í þessari viku.
Hann er 23 ára gamall og lék hverja einustu mínútu í leikjum Vals í sumar er liðið varð Íslandsmeistari. Hann á þar að auki baki tíu leiki með U-21 landsliði Íslands.